Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 35 Einu sinnu unnum við með spendýr í heila viku. Við fengum náttúrufræðing til að koma og segja okkur frá því af hverju dýrin líta út eins og þau gera og lögðum fram mikið af upplýsingum um dýrin í myndrænu formi. Náttúrufræðingurinn útskýrði ýmislegt, eins og að refurinn er með stutt eyru svo þau frjósi ekki af og gíraffinn með langan háls og tungu svo hann nái laufinu af trjánum! Maður fann hvernig fræðslan og umræðurnar í kjölfarið bættu við ímyndunarafl barnanna. Börnin skálduðu þrívítt dýr, sem hafði ýmsa undarlega hæfileika, var með stutta fætur svo það gæti troðið sér inn í þrönga holu og langa tungu svo það gæti náð ánamaðkinum. Stundum réðu útlit og smekkur ferðinni en stundum fengu rökvísin og náttúrufræðin meira pláss. Brynhildur Þorgeirsdóttir, myndlistarmaður og kennari nær að jafnaði lengra með eigin sköpun þegar hann hefur skilið hvað er frumlegt og sérstakt við hugmyndina eða verkið sem hann vinnur að. Flestir kennarar þekkja vel til hugsmíðahyggju og kunna góð skil á vinnu- brögðum í þessum anda. Nemendur þurfa að fá mátulegan stuðning, tengja glímu sína við viðfangsefni fyrri reynslu og eiga um hana samskipti við aðra. Þetta á ekki síst við í samfélagi eins og okkar þar sem upplýsingar eru svo misvísandi, margvíslegar og innan seilingar. Nemand- inn þarf að geta sett hugmyndir sínar og vangaveltur í samhengi svo að heimsmynd hans og afstaða til annarra verði ekki sund- urlaus og tilviljanakennd óreiða þar sem engin leið er að fóta sig. Segja má að flestar uppgötvanir og listaverk endurspegli tengsl fyrirliggjandi þekkingar og nýrra hugmynda. Nemand- inn þarf að öðlast ákveðinn skilning á því sem þegar hefur verið gert og dýpka smám saman kynni sín af sviðum sem vekja með honum áhuga. Nám og kennsla ættu að miða að því að nemendur kynnist sem best Fyrsta stig allrar fræðslu verður því að vera það að vekja hjá nemendum svo skýrar hugmyndir sem frekast er unnt, láta þá sjálfa grandskoða hlutina, hvenær sem því verður við komið og hvarvetna byggja á því sem þeir hafa sjálfir reynt, heyrt, séð og þreifað á. Öll viðfangsefni verður að setja í samband við það sem nemendurnir þegar þekkja og skilja til hlítar, því hugurinn mannsins er ógestrisinn við allt það sem ekki getur rakið ætt sína til neins sem hann þegar þekkir ... Guðmundur Finnbogason, heimspekingur 30

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=