Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 34 móðurmálið, stærðfræði, leiklist eða tónlist. Þessa lykilþætti og leikni má þjálfa og kenna á ýmsan hátt. Oft virðist of mikil áhersla lögð á að komast yfir sem mest efni á sem stystum tíma, ná sem flestum stafsetningaræfingum, þjálfa ákveðna leikni í dansi eða tón- list eða reikna ákveðinn fjölda dæma; sköpunin og leikurinn verða út undan. Muna þarf gildi leiks í öllu námi og mikilvægi þess að leita óvæntra sjónarhorna. Í leik- skóla gegnir leikurinn lykilhlutverki við nám, fræðslu og uppeldisstarf. Leikurinn felur í sér sköpun og leikskólinn er einn af hornsteinum sköpunar í skólastarfi, þar er grunnurinn lagður. En leikur og sköpun koma líka að gagni við nám og kennslu fram eftir aldri og á öllum skólastigum. Hugsunin er gjarnan sú að sköpunin og frelsið komi í kjölfar þekkingar og leikni en ekki jafnhliða – eins og þó má svo auðveldlega sjá þegar ung börn læra að skilja umhverfi sitt í gegnum leik og með tilraunum. Og ung börn eru ekki hrædd við mistök. Hjá þeim eru mistökin hluti af lærdómnum. Það er ekki fyrr en nokkuð er liðið á skólagönguna sem nemendur fara að óttast mistökin – og velja þá iðulega öruggu leiðina. Nemandinn þarf bæði þekkingu og þjálfun til að geta skoðað verk sín í sam- hengi. Hann þarf að geta sett eigin verk í samhengi við verk annarra nemenda og áttað sig á samhengi við söguna, það sem áður hefur verið gert. Miklu varðar að skilja hvernig þekking leiðir til uppgötvunar og uppgötvun leiðir til þekkingar. Með því að læra um samhengið getur nemandinn, rétt eins og listamaður, góður hönnuður, vísindamaður eða snjall iðnaðarmaður, litið gagnrýnum augum á sköpun sína og um leið hrifist af áhugaverðum verkum annarra. Nemandinn Í leik sem þjálfar tjáningu, hlustun og samvinnu má láta nemendur vinna í pörum og sitja þannig að þeir snúa bökum saman. Annar nemandinn er stjórnandi og hinn teiknar. Stjórnendur koma sér saman um hlut sem á að teikna áður en sest er niður til leiks. Stjórnandi segir hinum nemandanum hvar hann á að byrja á blaðinu og heldur áfram stig af stigi en má hvorki líta á blaðið né gefa til kynna hver hluturinn er. Parið sem fyrst leysir þrautina vinnur leikinn. Byggt á Leikjavefnum 29

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=