Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 33 leikverki, með því að skrifa sögu eða með því að búa til persónu í teiknimynd, getur nemandinn skoðað þær utan frá . Hann getur gert tilraunir og leyft ímynd- unaraflinu að leiða sig á slóðir sem annars væri erfitt að kanna. Þetta svigrúm þarf að tryggja. Einnig þarf að huga vel að félagslegum þætti tilfinninga, tilfinningum og innri afstöðu sem rekja má til þjóðfélagsstöðu eða kynferðis svo að eitthvað sé nefnt. Tækifæri til skapandi nálgunar leynast víða. Þegar litið er yfir námsbækur og önnur námsgögn á öllum greinasviðum grunnskóla má finna ótal dæmi um verkefni og viðfangsefni sem reyna á innsæi, tilfinningar og skapandi hugsun. 27 Miklu skiptir að hafa augun opin í allri kennslu og grípa góð tækifæri sem gefast til skapandi nálgunar eða umræðu með nemendum. 28 Samhengi – þekking – leikni Margir líta svo á að frelsi sé mikilvægt skilyrði sköpunar – að fjötrar, uppskriftir, reglur eða kerfi vinni gegn sköpun og frumlegri hugsun. Samt byggist öll sköpun á ákveðnum þekkingargrunni, samhengi og mikilvægri þjálfun. Nemandinn þarf að hafa á valdi sínu ákveðna þekkingu og leikni. Hann þarf að tileinka sér þær aðferðir og grundvallarhugmyndir sem máli skipta, hvort sem um er að ræða Í byrjun verkstæðisáfanga bið ég nemendur mína oft að finna nokkur listaverk sem tjá ákveðnar tilfinningar, til dæmis sorg, depurð, eftirsjá, gleði eða alsælu. Listaverkin eiga að koma úr ólíkum áttum; tónlist, ljóðlist, skáldsögum, málverkum, arkitektúr eða kvikmyndum. Hvert verk á að tjá ákveðna tilfinningu og nemendur eiga að rannsaka hvernig þessi tilfinning er dregin fram í verkinu. Það kemur nemendum á óvart hversu nákvæmar tilfinningar eru og hversu mikið listaverkin sem þeir hafa valið eiga sameiginlegt. Nemendur gera sér líka grein fyrir því að þeir geta búið til tilfinningaskala, nánast eins og nótnaborð með tilfinningum. Við höfum tilhneigingu til að halda að tilfinningar okkar séu sérstakar og einstaklingsbundnar, en það hvernig fólk tjáir og skilur tilfinningar er líkara en menn gætu haldið og við getum talað um þær af nákvæmni. Tilfinningagreind gæti vel verið mikilvirkasta leið okkar til skilnings. Juhani Pallassma, arkitekt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=