Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
SKÖPUN 32 Hér er bent á nokkrar leiðir til skapandi náms og kennslu í stærðfræði. Þær geta líka nýst á sviði annarra greina. Í leik og skapandi starfi getur nemandinn rannsakað og velt fyrir sér viðbrögðum við tilfinningum. Hann getur sett sig í spor annarra og tekist á við erfiðar til- finningar eins og ótta og hræðslu án þess að setja sjálfan sig í hættu. Með því að rannsaka tilfinningar í þriðju persónu, til dæmis með því að taka þátt í átakamiklu Hvernig má stuðla að skapandi námi og kennslu í stærðfræði? t Hvetja má nemendur til að leita svara, tengja, rannsaka og velta vöngum. Leyfa þeim að skeggræða, fá þá til að útskýra hvernig þeir komust að niðurstöðunni eða hvernig þeir völdu leiðina sem þeir fóru. t Spyrja má opinna spurninga – ekki leita eftir einu ákveðnu svari. Slík leið er freistandi í stærðfræðikennslu og stundum gæti hún átt við en hún stangast á við skapandi hugsun. t Hvetja má nemendur til að taka áhættur – slíkt er allt of sjaldgæft á meðal stærðfræðinema þar sem þá skortir svo oft sjálfstraust. Hrósa þeim fyrir dirfskuna en til að hrósið sé uppbyggilegt og nytsamlegt þarf að benda á hvað vel sé gert og hvað hefði betur mátt fara. Upphrópanir á borð við – Stórkostlegt! og – Frábært! geta kitlað um stund en segja ekki ýkja mikið til um hvað tókst vel. t Miðla má stærðfræði í gegnum tónlist, dans, arkitektúr, myndlist, sögur og síðast en ekki síst leik – stærðfræðin á alls staðar við. t Kenna má nemendum tungutak stærðfræðinnar, fá þá til að átta sig á því að stærðfræði er ekki bara tölur á blaði heldur form og lögun, rúmmál, allur veruleiki okkar. Fá nemendur til að tengja stærðfræðina við raunveruleikann, vandamál eða spurningar sem þeir mæta í sínu hversdagslega lífi. t Fá má nemendur til að njóta fegurðarinnar og undursins í stærðfræðinni. Með því að hvetja þá til að finna sínar eigin leiðir og á sinn eigin hátt hjálpum við þeim að skynja skapandi kraft stærðfræðinnar. Byggt á Teaching Mathematics Creatively eftir Lindu Pound og Trishu Lee 26
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=