Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
Grunnþættir menntunar 31 innsæi sínu en líka að taka skref til baka og virða fyrir sér eigin ákvarðanir byggðar á innsæi og tilfinningum. Innsæi og tilfinningar eru nátengd. Oft verður fyrri reynsla til þess að byggja upp djúpstæða tilfinningu fyrir ákveðnum aðstæðum og fólk getur tekið ákvörðun á svipstundu, byggða á innsæi. Tilfinningar og upp- lifanir geta mótað manneskju fyrir lífstíð og margir eru drifnir áfram af slíkri reynslu í því sem þeir taka sér fyrir hendur. Sköpun og listir eru oft tengdar tilfinningum, innsæi og tjáningu en vísindi aftur á móti tengd við skynsemi, yfirvegun og rökvísi. Þessi aðskilnaður á sér djúpar rætur. Með upplýsingastefnunni var litið svo á að ekkert væri satt nema hægt væri að sýna fram á það og færa rök fyrir því – að tilfinningar afvegaleiddu rannsakandann og best væri að útiloka þær. Rómantíska stefnan tók hins vegar mið af því að tilfinningar væru raunverulegt leiðarljós í lífinu og raunsönn skynj- un á veröldinni. Mikilvægt er að flétta þetta tvennt saman – að rökvísi eigi jafnt heima í listum og tilfinningar eða innsæi í vísindum. Að við lærum að tala um tilfinningar okkar og þær fái sinn sess við hlið rökvísinnar – það sé ekki annaðhvort eða. Stærðfræðing- ar hafa til dæmis lýst því hvernig þeir velja ákveðna leið, þegar ótal valkostir eru í stöðunni, eftir einfaldleika og fágun. Áhugaverðum sönnunum eða skákfléttum er lýst með því að nota orð eins og snilli og formfegurð. Listamenn beita rökvísi í vinnu sinni þegar þeir meta hvaða kostur sé gerlegur, frumlegur eða áhugaverður. Myndhöggvari þarf að hafa skilning á eðli efna og verkfræði, bylgjufræði varpar ljósi á tónlist og nemandi getur lært jöfnum höndum um tilfinningaleg áhrif lita, myndbyggingu, form og burðarþol. Mér hefur oft fundist skrýtið hvað raunvísindin hafa á sér slæmt orð. Þetta sé erfitt og leiðinlegt. Ég skynja heilmikla fegurð. Þetta er skemmtilegt, það er engin grein sem er hægt að gera skemmtilegri en eðlisfræði. Og það er svo mikill leikur í þessu. Þarna fáum við að vera börn fram á ellidaga. Það er leitin eftir fegurðinni sem börnin eru okkur sammála um. Þau grípa þetta strax. Í sjálfu sér erum við ekkert að fara fram á að allir skilji það sem við erum að gera en ef þau ná að skynja fegurðina þá er tilganginum náð. Ari Ólafsson, eðlisfræðingur
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=