Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 30 Biðja má bæði börn og unglinga að segja frá áhugamálum sínum og skrá áhugasvið. Þannig má koma auga á spennandi verkefni eða viðfangsefni sem höfða til nemenda. Með skapandi nálgun í skipulagi kennslu má oft finna leiðir til að tryggja slíkri vinnu nægilegt svigrúm. Oft þarf ekki mikið umstang til að kveikja áhuga og ná fram hughrifum sem gefa námi og kennslu mikið gildi. Innsæi og tilfinningar Innsæi og tilfinningar eru mikilvægir þættir í eðli hvers manns. Nemandinn þarf að læra að skilja þessa þætti og vinna með þá. Erfitt getur reynst að útskýra innsæi og það má skoða frá mörgum sjónar- hornum. Frá einu þeirra má líta á innsæi sem viðbragð sem þróast hefur með manninum á löngum tíma, líkt og ýmis önnur hegðun sem er okkur eðlislæg og meðfædd; að innsæi sé í raun hluti af undirmeðvitundinni og að ákvarðanir sem byggjast á innsæi séu að einhverju leyti æðri eða sannari en annars konar ákvarð- anir sem teknar eru á meðvitaðan, rökvísan og jafnvel hversdagslegri hátt. Fræg eru ummæli Alberts Einstein að innsæið sé náðargjöf en rökvísin dyggur þjónn. Einnig má líta á innsæi sem uppsafnaða vitneskju og reynslu sem við höfum viðað að okkur í gegnum lífið. Við búum yfir þessari þekkingu en höfum hana ekki endilega á takteinum í orðum eða rökstuddum ákvörðunum. Engu að síður gerir hún okkur kleift að taka ákvörðun. Ákvörðun byggða á innsæi. Hvort sem innsæi er meðfætt viðbragð, undirliggjandi vitneskja eða næmi byggt á reynslu þá er það mikilvægt tæki í sköpun. Nemendur þurfa að læra að treysta Franska listakonan Louise Bourgeois var ung að árum þegar hún komst að því að barnfóstra, sem hún hafði bundist nánum tilfinningaböndum, hafði jafnframt verið ástkona föður hennar. Þessi uppgötvun varð henni mikið áfall. En sárindin og reiðina nýtti Louise Bourgeois í myndverkum sínum fram í háa elli. List hennar var að talsverðu leyti uppgjör og leið til að vinna úr þessari bitru reynslu. Líku máli gegnir um mexíkósku myndlistarkonuna Fridu Kahlo sem glímdi við fötlun eftir slys, átti í stormasömu hjónabandi og málaði áhrifamiklar sjálfsmyndir. Tilfinningar og ástríður setja mark sitt á list af öllu tagi og gefa ótal tilefni til umfjöllunar. Ýmsar heimildir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=