Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 29 að þeim er rétt. Að þessu má vinna með stuðningi og markvissu starfi en líka svigrúmi sem felst í vali á viðfangsefnum, búnaði og húsnæði til sérstakra nota. Skólasöfnin hafa hér hlutverki að gegna og sumir skólar bjóða upp á góð rými fyrir tónlistar- og leikflutning, upptökur og nýmiðlun. Gott er að átta sig á að áhuginn og kveikjan að sköpuninni geta verið margs konar. Stundum er um að ræða innri löngun einstaklingsins til að kljást við eigin tilfinn- ingar eða upplifanir. Öðrum stundum er það löngun til að leysa einhvern utanað- komandi vanda. Einum nemanda hentar betur að fást við raunveruleg vandamál eða leysa úr tiltekinni þraut í samvinnu við aðra á meðan annar nemandi hefur meiri áhuga á að skapa sér sinn eigin ramma, vinna út frá tilfinningum sínum og finna nýjar þrautir að kljást við. Nýsköpunarmennt er dæmi um námssvið þar sem nemendur eru beinlínis hvattir til að skima í kringum sig og koma auga á áhugaverð úrlausnarefni en þess háttar leit getur þegar svo ber undir átt við í öllum námsgreinum. Við erum með herbergi sem við höfum kallað Skunkaherbergið . Þar vinnum við önnur verkefni en þau sem við erum að sinna á hverjum degi og höfum oftar en ekki verið með í gangi í marga mánuði. Það er misjafnt hversu oft við brjótum starfið upp með þessum hætti – stundum einu sinni í mánuði, stundum sjaldnar. Þá leggjum við frá okkur verkefni sem við höfum verið að vinna að og tökumst á við eitthvað óvænt. Til dæmis prófum við einhver efni sem við höfum aldrei unnið með, vinnum saman að einhverju sem alls ekki er fyrirséð að nýtist fyrirtækinu. Margar vörur sem eru í framleiðslu í dag hafa komið í gegnum slíkar tilraunir og samstarf. Guðmundur Jakobsson, stoðtækjasmiður hjá Össuri Snjóflóðin í Súðavík höfðu mikil áhrif og börn sem unnu að nýsköpun veltu í kjölfarið fyrir sér snjóflóðavörnum. Viðtal við dreng sem hafði lent undir snjónum og fannst ekki fyrr en eftir heilan sólarhring vakti nemanda í höfuðborginni til umhugsunar. Drengurinn hafði kallað látlaust til leitarmannanna án nokkurs árangurs. Þótt leitarmenn heyrðu ekki í drengnum heyrði hann vel í þeim. Nemandinn bjó til leitarstaf til að hlusta eftir fólki í snjóflóði. Í ljós kom að þessi búnaður var einstakur. Byggt á kennsluefninu Nýsköpun og náttúruvísindi eftir Gísla Þorsteinsson og Rósu Gunnarsdóttur 25

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=