Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 28 Geta þá allir gert það sem þeim finnst forvitnilegt eða áhugavert – alltaf ? Geta samfélög staðið undir sér með því móti? Er hægt að skipuleggja skólastarf þar sem nemendum finnst allt áhugavert? Sennilega ekki – þótt yfirleitt sé fólk reiðubúið að leggja á sig ómælda og erfiða vinnu, jafnvel harðræði, þegar það hefur fundið áhugann og mikla ástríðu gagnvart viðfangsefni sínu. Aftur á móti er munur á skólastarfi þar sem keppt er að áhuga, ástríðu og flæði og skólastarfi þar sem öll áhersla er á önnur gildi. Ytri hvatar eins og góð einkunn, hrós frá kennara, jafnvel umbun frá foreldrum fyrir vel unnið verk geta vissulega skipt máli þegar ýta þarf undir áhuga og komast yfir erfiða hjalla. En þá þarf að gæta þess að nemandinn hætti ekki að leita að því sem kveikir áhugann eða skiptir hann máli. Rannsóknir sýna að með ýmiss konar ytri hvötum minnka líkur á skapandi nálgun. 24 Í stað þess að einbeitingin beinist að verkinu sjálfu færist hún yfir á verklok og verðlaun. Spurningar um áhugahvöt verða líka áleitnar þegar afþreyingariðnaður og nýir miðlar eru annars vegar. Skólar, líkt og listir og ýmis menningarstarfsemi, eiga að einhverju marki í samkeppni við afþreyingariðnaðinn, þurfa að glíma við ýmsa fylgikvilla hans en geta líka fært sér áhrifamátt hans í nyt. Til hans má sækja fróð- leik, þar má fá þjálfun í erlendum málum og vinna með tilfinningar og sjálfsmynd og er þá fátt eitt talið. Skólar geta verið vettvangur þar sem börn og ungmenni fá tækifæri til að þróa með sér áhugahvöt á eigin forsendum, kanna ýmis hugðar- efni, spreyta sig sjálf á skapandi miðlun og verða gagnrýnin á alls konar efni sem Börn þurfa tíma til að fá að hugsa, tengja, velta heiminum fyrir sér. Slíkar hugsanir kvikna oft þegar börnum leiðist, þegar það er enginn til að skemmta þeim eða hafa ofan af fyrir þeim – hvorki foreldrar, vinir, sjónvarp né tölvuskjár. Það er sterk tilhneiging í samfélaginu að hafa ofan af fyrir börnum, að hlaða á þau verkefnum, áhugamálum og skemmtunum eins og þau þurfi sífellt að hafa eitthvað fyrir stafni. Þótt annríkið geti á einhvern hátt verið gjöfult getur það líka krafist lítils af barninu sjálfu en í næðinu fær hinn skapandi hugur tækifæri til að fara á flug . Börn eru skapandi í eðli sínu og við þurfum að hlúa að því að þau fái að sinna sköpuninni á eigin forsendum. Lani Yamamoto, höfundur bókanna um Albert

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=