Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 27 er oft nefnt flæði og hefur talsvert verið rannsakað. Hugtakið þekkja margir af skrifum Mihaly Csikszentmihalyi. Nokkrar forsendur eru mikilvægar til að ná flæði, hvort sem fengist er við stærðfræði, íslensku, náttúrufræði, myndmennt eða önnur námssvið í skóla; skýr tilgangur sem er í samhengi við löngun og áhuga, að verkið vaxi og dýpki eftir því sem lengra er haldið og að framvinda sé skýr. Verkefnin þurfa að vera fjölbreytt og krefjandi miðað við reynslu og þroska. Þá næst fullkomin einbeiting og hugsunin verður algjörlega bundin viðfangsefninu. Leiðin að markmiðinu er það sem gefur gleðina fremur en markmiðið sjálft. Í Ölduselsskóla vinna nemendur í þrjár vikur með náttúruna og flétta saman námsþáttum á borð við íslensku, stafsetningu, landafræði, náttúrufræði, umhverfisfræði og myndmennt. Teknar hafa verið saman ýmsar upplýsingar, vefsíður og uppflettirit sem nemendur geta skoðað heima hjá sér eða á bókasafni, oft með hjálp annarra heimilismanna. Nemendur fást við heimaverkefni og geta valið að fjalla um tré, blóm og plöntur, smádýr eða fugla í þeirra nánasta umhverfi. Velja á minnst sex verkefni af löngum lista eða láta sér detta eitthvað nýtt í hug; nemendur geta ort ljóð um plöntu, búið til hreyfimynd um trjávöxt, samið geitungadans eða mótað búsvæði köngulóa. Nemendur fá líka umsagnir og einkunn sem byggir á getu og framför. Vallhumall er fjórfalt stærri en þumall. Blómið er hvítt og til margs nýtt. 10 ára nemandi í Ölduselsskóla Þegar Csikszentmihalyi var tíu ára drengur í flóttamannabúðum á Ítalíu tefldi hann oft við landa sína. Undir þessum erfiðu kringumstæðum náði hann alveg að gleyma sér í taflmennskunni. Miklu seinna fór hann að stunda klettaklifur og þá gerðist það sama, hann gleymdi stund og stað. Þetta þekkja margir en hann hefur varið ævistarfinu í að rannsaka þetta fyrirbæri og sett fram um það áhugaverðar kenningar. Byggt á viðtali við Mihaly Csikszentmihalyi, prófessor í sálfræði 23

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=