Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 26 Skapandi nám snýst ekki um endalausa leit að frumlegum hugmyndum sem spretta úr tóminu. Það snýst um að þjálfast í að skoða, hlusta, muna og skilja umhverfið og að leyfa því að gerjast innra með sér. Skapandi nám styrkir skilning nemandans á heiminum með því að þjálfa nákvæma athygli og æfa hann í að greipa umhverfið og samfélagið í minni sitt og túlkun. Sköpun snýst um samtal við umhverfið. Á Gljúfrasteini setja ungir gestir sig í spor skáldsins sem gekk um með blýant í vasanum og skráði hjá sér hugmyndir, athyglisverð orð eða kringumstæður. Skóla- hópar á miðstigi grunnskóla fá í hendur blýantsstubb og pappírsörk og setja upp skáldahatta áður en þeir fara um hús skáldsins. Þeir eru hvattir til að gera eins og Dóri litli í Laxnesi sem sótti kveikjur og yrkisefni í sitt nánasta umhverfi og hvers- dagslega hluti sem urðu á vegi hans um heiminn síðar á lífsleiðinni. 22 Hver hefur sinn háttinn á við að skoða og skynja veröldina. Í samtímanum hafa opnast margar nýjar leiðir til að meðtaka upplýsingar og miðla þeim. Sumum hentar skissubók í vasann að hætti nemenda í nýsköpunarmennt, listamanna og hönnuða, öðrum að nota nýjustu tækni og stafræna miðlun. Einum lætur best að setja hlutina í orð til að skerpa skilning, annar kýs trölladeig. Einn kann að kasta fram stöku, annar að rappa. Nemendur þurfa svigrúm til að nýta margs konar leiðir í rannsókn sinni og miðlun. Byggja þarf á áhugasviði nemenda og mögu- leikum þeirra til að finna getu sinni viðspyrnu eða sérstöðu sinni farveg. Og verk- efnin þurfa að vera mátulega opin til að vekja forvitni og áhuga. Þegar nemandinn öðlast áhuga á viðfangsefni sínu nær hann stundum svo sterkum tengslum við það að hann gleymir stund og stað. Þetta hugarástand Ef ykkur þykir börnin í Reggio Emilia, [flest börn verkafólks og fólks í þjónustustéttum] teikna og mála betur en aðrir jafnaldrar, þá er ástæðan sú að þau hafa lært að sjá, heyra og skilja betur en önnur börn. Ef við skorumst undan að taka virka afstöðu og hafa áhrif á börnin, þá skiljum við þau eftir varnarlaus gegn ofbeldi fjölmiðla og neysluhyggju. Börn eru gullnáma en hlutverk fullorðinna er að fá gullið til glóa. Loris Malaguzzi, frumkvöðull í skólastarfi með ungum börnum 21

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=