Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 25 Sterkasta aflið sem virkja þarf í námi eða vinnu er líklega sköpunargleðin. Sú er í það minnsta skoðun Herdísar Egilsdóttur kennara og höfundar. Fái sköpunar- gleðin notið sín er líklegt að árangur náist. Hún bendir á hve áhugi barna er miklu meiri á því sem þau eiga uppástunguna að sjálf og mega líta á sem sitt eigið verk. Ein af mörgum hugmyndum hennar er að börn geti eignast í huganum nýtt og óbyggt land, að þau setji sig í spor landnema og byggi upp þjóðfélag. Í landnáms- leik Herdísar geta börnin tekist á við alvöruverkefni, glímt við og rætt málefni fullorðinna á sínu máli. Allir taka þátt, skoðanir eru virtar og bekkjarfélagarnir taka þær til athugunar. 20 Áhugi, forvitni og athygli eru þættir sem skipta máli í öllu námi og hafa gagn- virk áhrif hver á annan. Þannig hefur forvitinn og áhugasamur nemandi vakandi athygli á umhverfinu og nýtir upplifun sína til skapandi verka. Fólk skynjar og skilur umhverfi sitt á ólíkan hátt eftir því frá hvaða sjónarhóli það horfir, hverjar minningar þess eru, tilfinningar og áhugasvið. En athyglin fer líka eftir næmi og þjálfun. Skapandi fólk tekur eftir áhugaverðum hljóðum á ferðalagi um heiminn, það man eftir forvitnilegum setningum úr daglega lífinu, býr til góða sögu úr því sem á dagana drífur og gefur því gaum sem í augum annarra kann að virðast hversdagslegt og einfalt. Vera forvitinn með þeim. Skapa það viðhorf að alls staðar liggi fróðleiksmolar fyrir fótum okkar, aðeins þurfi að beygja sig eftir þeim. Skapa það viðhorf að hver sem er, hvort sem hann er óskólagenginn eða hálærður – til bókar eða verka – hafi eitthvað til málanna að leggja – sé nauðsynlegur og dýrmætur hlekkur í þjóðarkeðjunni. Skapa það viðhorf að allir geti eitthvað lagt fram. Herdís Egilsdóttir, grunnskólakennari og barnabókahöfundur Það eru til börn og jafnvel fullorðnir sem, að undanskildum fáeinum andartökum, veita því nánast enga athygli að það er ljós allt í kringum okkur. ... Markmið okkar er að hjálpa börnunum að leita uppi og finna þá hluta tilverunnar sem annars gætu leynst sjónum þeirra. Þetta verður enn fremur að leysa þannig af höndum að allur heimur okkar , þessi skemmtilega, athyglisverða, áþreifanlega og yndislega veröld, full tækifæra, verði ekki hulin og lokuð börnum. Það er þessi veröld sem er arfahlutur þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=