Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
SKÖPUN 24 og bornar saman við fjölda annarra verka. Umræður um gildi verksins geta byggst á hugboði, innsæi, tilfinningum eða á rökrænni þáttum þar sem samanburði er beitt, samhengið skoðað, hliðstæður fundnar, gagnsemi eða kostir tekin fyrir. Í gegnum samræðu og athuganir þjálfast nemandinn í að mynda sér gagnrýnar og sjálfstæðar skoðanir á sínum eigin verkum, verkum samnemenda sinna og síðast en ekki síst samfélagi sínu. Nemandi sem þjálfar með sér þá eiginleika sem felast í skapandi námi lærir að taka lifandi þátt í mótun eigin umhverfis og samfélags. Mælikvarðar um gildi og mikilvægi verkefnis geta verið margs konar; persónulegir, fræðilegir eða hagnýtir. Og eins og áður var rætt getur verk haft gildi frá ótal sjónar- hornum. Erfitt er að leggja mat á frumleika án þess að hafa einhverja hugmynd um verkið yfirleitt. Með því að rýna og ræða hvers konar verk má öðlast margvíslegan skilning á hugsun, tækni og aðferð, átta sig á sjónarhornum og forsendum annarra sem skoða verkin, misjöfnum smekk, bakgrunni og þar fram eftir götum. Kennarar hafa mörg tækifæri til að efna til umræðu um bækur, uppfinningar, matargerðarlist, leikverk, kvikmyndir og tölvuleiki svo að eitthvað sé nefnt en líka myndlist, tónlist, dans, byggingar, ýmiss konar handverk og margt fleira. Forvitni – áhugi – athygli Maður finnur stundum fyrir því að nemendur á unglingastigi eru því ekki vanir að taka sjálfstæðar ákvarðanir í skólum. Þeir eru vanir því að leysa verkefni samviskusamlega en þegar kallað er eftir persónulegri nálgun, gagnrýni og sjálfstæði verða þeir ráðalausir. Þeir eru ef til vill of hlýðnir. Við þurfum að gefa nemendum persónulegt frelsi, leyfa þeim að gagnrýna og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Ingimar Waage, myndlistarmaður og heimspekikennari Hlutverk kennarans er hér sem víðar að vera nokkurs konar fundarstjóri og verkstjóri, að örva umræður – jafnvel kynda undir deilu – fá fram mörg sjónarmið – gefa börnum kost á að verja og rökstyðja skoðanir sínar – kenna þeim að virða og viðurkenna fleira en eitt viðhorf – fá börnin til að hugsa og álykta – vera sjálfur tilbúinn að fræða eða vísa á upplýsingar. Hvetja börnin til að spyrja heima – leita í bókum – lesa sér til. Vera á sama báti og börnin með að vita ekki allt en hafa fullan hug á að verða sér úti um upplýsingar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=