Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 23 Gildi Til að meta gildi, þýðingu og mikilvægi vinnu sinnar og hugmynda þarf nemand- inn að geta tekið skref til baka og skoðað verk sín í margs konar samhengi og beitt gagnrýninni hugsun. Listamenn lýsa oft þessum samskiptum sínum við verk í mótun. Í sköpunarferlinu þarf einstaklingurinn sífellt að eiga í þessu samtali við sjálfan sig til að þróa og bæta verkefni sín. Einnig er mikilvægt að hann þjálfist í að ræða við aðra um það sem hann eða fleiri hafa gert. Þetta á við í leiklist þar sem nemendur eru smám saman að vinna áfram og slípa til texta og form, í tungu- málanámi, smíðum, fótbolta eða myndlist. Alltaf má velta því fyrir sér hvernig bæta má verk og komast lengra með hugmyndir sínar. Vangaveltur um það sem skapað hefur verið geta tekið augnablik í huga nem- andans eða verið hluti af vinnu í langan tíma, jafnvel margra ára ferli í handverki, vísindastarfi eða listsköpun, þar sem tilraunir og niðurstöður eru grandskoðaðar Biðja má nemendur að gera eins „ljótan“ hlut og hægt er. Setja saman liti sem eru almennt taldir ósamrýmanlegir, velja viðfangsefni, texta eða myndir sem eru „lágkúruleg“ eða „óspennandi“. Niðurstaða þessa sköpunarferlis er oftar en ekki sú að nemandinn stígur skref og skapar eitthvað sem hann að öðrum kosti hefði ekki þorað að skapa. Hann áttar sig á eigin fordómum og hömlum. Það sem átti að vera ljótt getur vakið áhuga og búið yfir óvæntum töfrum. Í rannsókn sem gerð var í Los Angeles á tólf þúsund nemendum yfir 12 ára tímabil kemur í ljós að þeim sem tóku þátt í listum og komu úr listríku umhverfi vegnaði betur í námi. Þeir tóku meiri þátt í samfélagsumræðunni en þeir sem höfðu lítið listnám að baki. Efnahagur foreldra útskýrði ekki þennan mun. 26 ára einstaklingur sem átti að baki nám í listríku umhverfi var tæplega tvisvar sinnum líklegri til að taka þátt í kosningum og taka þátt í sjálfboðastarfi og tæplega þrisvar sinnum ólíklegri til að þurfa opinbera aðstoð en sá sem hlotið hafði skólagöngu í listrýru umhverfi. Byggt á Doing Well and Doing Good by Doing Art eftir James S. Catterall, prófessor í menntunarfræðum 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=