Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 21 dans. Ímyndunaraflið býr ekki bara í huganum, það býr í líkamanum og nærist á þekkingu og upplifun sem aflað er með öllum skynfærunum. Ímyndunarafl helst líka oft í hendur við kjark. Sá sem leyfir sér að gefa frjóu ímyndunarafli lausan tauminn er iðulega óhræddur, frumlegur og forvitinn. Fullorðnir dást ósjaldan að frjóum huga og óendanlegu ímyndunarafli ungra barna og trú þeirra á að allt geti í raun gerst. Ungum börnum þykir ekki tiltökumál að leikfangabangsi taki skyndilega til máls eða að einhver minnki og verði eins og könguló á stærð. Hluti af því að vaxa úr grasi og skilja heiminn er að búa til kerfi, flokka upplifun okkar og þekkingu og um leið átta sig á að hlutirnir virðast falla í farvegi eða vera í ákveðnum skorðum. Aftur á móti er mikilvægur þáttur í skapandi námi að rækta ímyndunaraflið og opna fyrir marga ólíka möguleika, laða fram og leggja mat á alls konar hugmyndir. Leikur er líka lykill að námi og sama máli gegnir um bull þegar svo ber undir. Það getur verið hollt að gefa huganum lausan tauminn og bulla ekkert síður en standa upp frá kyrrsetu og hrista sig. Nýta má ýmis tækifæri til að bregða á leik með tungumálið, sönglistina eða líkamstjáningu til að hressa upp á hugann og sköpunar- gáfuna. Grettur, dulmál, teygjur, búksláttur, skringimál, lófaklapp, eftirhermur, orð- Í rannsókn á margbrotinni og frumlegri hugsun þótti staðfest að ung börn hafa mjög frjótt ímyndunarafl og geta séð marga möguleika og lausnir í hverri stöðu. Rannsakendur skoðuðu ýmsa hópa og settu viðmið um hvað þótti gefa til kynna afburðagetu að þessu leyti. Þegar 1.600 börn á aldrinum þriggja til fimm ára voru mæld, kom í ljós að 98% þeirra virtust búa yfir þeirri getu. Fimm árum seinna var hlutfallið komið niður í 32% og á unglingsárunum lækkaði hlutfallið niður í 10%. Byggt á Breakpoint and Beyond: Mastering the Future – Today eftir George Land og Beth Jarman 17 Með einfaldri æfingu má virkja ímyndunarafl nemenda og fá þá til að opna huga sinn. Hægt er að ímynda sér að venjubundið hlutverk hversdagslegra hluta hafi verið bannað með lögum. Með því að beita ímyndaraflinu má sjá smápeninga, bréfaklemmu, blómavasa og annað því um líkt í nýju og óvæntu ljósi, setja hlutina í alveg nýtt samhengi, finna þeim ný og óvænt hlutverk. Byggt á handbók um nýsköpunarmennt 18

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=