Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 20 Fimmti bekkur leitaði að heppilegri flugvél á eBay , keypti gripinn og lét flytja á lóðina. Fjórði bekkur bar ábyrgð á að hanna innra rými vélarinnar og náði sam- bandi við hæfan hönnuð gegnum netið. Vandað var til alls undirbúnings og þess gætt að verkefnin tækju mið af áherslum í námskrá. Þegar upp var staðið höfðu allir sem að verkefninu komu öðlast dýrmæta og lærdómsríka reynslu. Segja má að um leið og nemandi þroskast og umbreytist í gegnum nám sitt sé hann skapandi í einhverjum skilningi. Lærdómurinn verður að einhverju marki samofinn hugsunarhætti, heimsmynd og tilfinningalífi nemandans. Ímyndunarafl Ímyndunarafl felur í sér leit og leik að möguleikum, efni eða kringumstæðum þar sem reynt er að víkka út og þenja veruleikann með einhverjum hætti. Með ímynd- unaraflinu sér fólk nýja möguleika á ákveðnum forsendum og skapar óvæntar tengingar milli óskyldra þátta. Ímyndunarafl felst ekki eingöngu í að búa til mynd í huganum og vinna svo úr henni. Það felur líka í sér að vinna beint í efniviðinn hvort sem um er að ræða texta, hljómagang, leir eða prjón; að leyfa frásögninni eða bragðlaukunum að taka völdin; að leyfa líkamanum að upplifa rýmið í gegnum snertingu eða Stærsti lærdómurinn var í raun sá að nemendur skildu að það að vera skapandi snýst ekki bara um að fá góða hugmynd heldur þarf margs konar þekkingu og getu til að koma hugmynd í framkvæmd – og með samvinnu, áhuga og þrautseigju er hægt að gera hugmynd að veruleika. Nemendur öðluðust mikið sjálfstraust og áttuðu sig á að þeir geta haft áhrif á eigið líf. Þeir uppfylltu líka öll markmið sem sett voru fram í námskrám um lestrarhæfni, samskiptagetu og skilning á tölum án þess að gera sér ljóst að þeir væru að vinna að því marki. Paul Collard, framkvæmdastjóri Creativity, Culture and Education 15 En til þess að rekja þráðinn lengra, til að þess að sjá allt sem leiðir af því atriðinu sem skarpskyggnin hefur klófest þarf minnið að vera vakandi, hugmyndir þurfa að vera svefnstyggar eins og fugl á grein og ímyndunaraflið sviflétt og vegvíst ... Guðmundur Finnbogason, heimspekingur 16

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=