Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 18 HVAÐ ER SKÖPUN? Skilgreiningin hér til hliðar er ein af mörgum þar sem reynt hefur verið að ná utan um þetta flókna fyrirbæri. Flestir eru sammála því að sköpun snúist um að búa eitthvað til sem er frumlegt; athafnir sem byggjast jöfnum höndum á hugarflugi eða ígrundun og því sem við gerum í verki; að blanda saman nýjum bragðtegundum, gera tilraunir, kanna byggingu laufblaðs með myndatöku eða teikningu, prjóna áferð mosans, semja lagstúf, herma eftir og leika, smíða dáleiðsluvél eða skrifa sögu. Og verkið þarf að hafa þýðingu eða gildi fyrir okkur sjálf, fyrir okkar nánasta umhverfi, á borð við fjölskyldu, vinahóp, bekk eða skóla, eða fyrir samfélagið í víðari skilningi. Sköpun er margslungið ferli sem í grunninn byggist á ímyndunarafli og frumleika . Í gegnum sköpunarferlið verður til eitthvað sem hefur gildi eða þýðingu fyrir okkur sjálf, næsta umhverfi eða samfélagið í víðari skilningi. 3 Áhugi Athygli Forvitni Innsæi Tilfinningar Samhengi Þekking Leikni Frumleiki Gildi SKÖPUN Ímyndunarafl Sköpun er ferli sem byggist á ímyndunaraflinu og niðurstaðan er í senn frumleg og hefur gildi . Úr skýrslunni All Our Futures : Creativity, Culture and Education 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=