Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Ritröð um grunnþætti menntunar SKÖPUN – Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum © 2012 Ingibjörg Jóhannsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Torfi Hjartarson Kápuhönnun: Kristín Ragna Gunnarsdóttir Umbrot og textavinnsla: Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Námsgagnastofnun Ritnefnd: Berglind Rós Magnúsdóttir, Hafsteinn Karlsson, Torfi Hjartarson Tengiliður við Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Sesselja Snævarr Ritstjórn: Aldís Yngvadóttir, Sylvía Guðmundsdóttir 2012 Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun Prentun: Ísafoldarprentsmiðja – umhverfisvottuð prentsmiðja ISBN 978-9979-0-1628-1 Sköpunargleði á rætur í eðlislægri forvitni og athafnaþrá. Sköpun felur í sér áskorun, spennu og leit. Sköpun færir sér í nyt eða brýtur hefðbundin mynstur, reglur og kerfi, gengur gegn vanahugsun og veitir nýja sýn á fyrirbæri og viðteknar hugmyndir. Sköpun byggist á uppgötvun, gagnrýninni hugsun, rannsókn og ótal aðferðum sem sífellt opna nýjar leiðir. Þess vegna skiptir sköpunarferlið ekki minna máli en afrakstur verksins. Sköpun hagnýtir hugmyndir og kveikir nýjar. Vinnubrögð í listsköpun og vísindum einkennast oft af sköpunargleði, frumkvæði og frumleika. Þannig vinnubrögð er æskilegt að sjá í öllu námi og skólastarfi. Ígrundun, leikur, listir og sköpun fléttast saman við eða styðja allar greinar og grunnþætti náms.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=