Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 17 Með viðfangsefnum sem gera kröfur um samþættingu námsgreina má ýta undir samvinnu og auka tækifæri nemenda á mörgum sviðum. Sem dæmi má nefna ýmiss konar kynningar og leikflutning, þemaverkefni og söguaðferðina sem margir þekkja. Í fögum eins og samfélagsgreinum, erlendum tungumálum, nátt- úrufræðum, heimilisfræði eða íþróttum gefast dýrmæt tækifæri til að ýta undir sköpun og leiða saman menningarstrauma. Ýta má undir og efla sköpun með kennsluaðferðum sem kalla á þekkingarleit, sjálfstæðar athuganir, leik, saman- burð, samskipti, flutning og miðlun. Í Austurbæjarskóla er fjöldi nemenda af erlendum uppruna og þar eins og víðar er lagt kapp á að leiða saman menningarheima með líflegri og skapandi kennslu. Tónmenntakennarinn grípur til að mynda til ýmissa ráða sem auðvelda nemendum samskiptin og fær nemendur á öllum aldri til að velta fyrir sér menn- ingaráhrifum og þróun tónlistar. Tónmenntastofan þar sem hann ræður ríkjum minnir stundum á litríkt þjóðfræðisafn og iðandi félagsheimili þar sem tónlist frá ýmsum tímum mætir menningarstraumum úr öllum heimshornum. 13

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=