Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 16 Þegar fjallað er um skapandi greinar á Íslandi er byggt á flokkunarkerfi frá Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sem í sínu starfi fjallar um menntun, vísindi og menningu. Þar falla eftirtalin svið undir skapandi greinar: Menningar- og náttúruarfleifð; sviðslistir og hátíðarhöld; sjónræn list og hand- verk; bækur og fjölmiðlun; hljóð, mynd og gagnvirkir miðlar; hönnun og skapandi þjónustugreinar og óáþreifanleg menningararfleifð. Úttekt á hagrænum áhrifum þessara greina á Íslandi leiddi í ljós að skapandi greinar leggja meira til þjóðarbús- ins í formi virðisaukaskattskyldrar veltu en fiskveiðar og landbúnaður samanlagt og fyrir liggur að hlutur þeirra fer vaxandi. 12 Störfum innan skapandi greina mun fjölga á næstu árum. Í gegnum skapandi starf má efla samkennd og skilning á milli ólíkra hópa í samfélaginu. Bakgrunnur fólks er margbreytilegur og það býr við mismunandi efnahag og aðstæður. Og þó að íslenskt samfélag sé að mörgu leyti einsleitara en samfélög víða í löndunum í kringum okkur þá breytist það hratt. Á rúmum ára- tug margfaldaðist fjöldi þeirra sem hafa erlenda tungu að móðurmáli í íslenskum skólum. Í stöku skólum er hlutfall þeirra sem tala erlent móðurmál um eða yfir fimmtungur. Í fjölbreyttu og skapandi samfélagi eru sjónarmið og menning allra notuð til að frjóvga umræðuna og víkka sjóndeildarhringinn – þar er rými fyrir sjónarmið og krafta allra. Ég er íslenskukennari og hef kennt grunnskólabörnum sem tala litla eða enga íslensku í 14 ár og ég læri alltaf eitthvað af hverju barni. Í fyrstu finnst mér skipta mestu að virkja aðrar leiðir en tungumálið og fá börnin til að vinna með höndunum eitthvað sem tengist þeirra menningarheimi og áhuga; sauma út, klippa, mála eða jafnvel syngja. Það eru allir góðir í einhverju – það þarf bara að finna í hverju. Í gegnum sköpun finna þau fyrir sérstöðu, öðlast sjálfstraust og fá um leið viðurkenningu félaganna, hvort heldur sem það eru aðrir bekkjarfélagar sem ekki tala íslensku eða þeir sem tala málið reiprennandi. Um leið og sjálfstraustið er komið er eins og þau geti allt. Þegar nemendurnir vinna með það sem skiptir þá máli finna þeir löngunina til að gera sig skiljanlega og leita að réttu orðunum og þá er hægt að fara að kenna þeim íslensku. Anna Guðrún Júlíusdóttir, grunnskólakennari

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=