Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 15 líka að hafa tileinkað sér sjálfsaga og sveigjanleika, margvíslega þekkingu og færni en ekki síður að geta sýnt frumkvæði, búa yfir frjóu ímyndunarafli, vera gagnrýnir og geta séð nýja möguleika í hverri stöðu. Þeir þurfa að búa yfir hugrekki og getu til að skapa sér tækifæri upp á eigin spýtur og í samvinnu við aðra. Fyrir samfélagið Helstu vandamál sem blasa við íbúum heimsins í dag verða ekki leyst án skapandi hugsunar. Mengun, ofneysla, orkuþörf, átök, hráefnaskortur, misrétti, siðferðileg álitamál tengd nýrri tækni, fátækt og þjóðflutningar eru allt flókin viðfangsefni. Gengið er hratt á ýmis gæði sem eru grundvöllur lífs á jörðinni, gæði eins og hreint loft og vatn. Því er haldið fram að mörg þau efni sem við notum í dag- legu lífi, til dæmis olía og fosfat, muni þverra á næstu áratugum. Og væru allir jarðarbúar jafn miklir neytendur og Vesturlandabúar, þyrfti nokkrar Jarðir til að standa undir neyslunni. Þetta vistspor, sem svo er nefnt, er enn stærra og dýpra hér á landi en í flestum öðrum löndum. Ef allir ætluðu að lifa eins og við, þyrftu Jarðirnar að vera miklu fleiri. Áhersla skóla á grunnþætti á borð við sköpun, sjálf- bærni, læsi í víðum skilningi eða heilbrigði og velferð er ein leið af mörgum til að horfast í augu við þær miklu áskoranir sem við okkur blasa. Sköpun og hug- kvæmni hafa skilað manninum þangað sem við erum og án þeirra verður vandi okkar ekki leystur. Skapandi greinar virkja mannauðinn og hugvitið og geta vísað veginn til fram- tíðar. Í flestum þróuðum löndum hefur velta skapandi greina vaxið hraðar en velta á sviði annarra atvinnugreina. Í Bretlandi tvöfaldaðist velta skapandi greina á þriggja ára tímabili um síðustu aldamót og fjöldi þeirra sem stunda vinnu innan skapandi greina jókst um tæplega þriðjung. 10 Í heiminum öllum var meðalvöxtur í veltu skapandi greina á fyrstu fimm árum aldarinnar talinn hátt í 9% á ári. 11 Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir í heiminum í dag krefjast þess að við finnum nýjar leiðir til að hugsa og bregðast við. Sköpun og nýsköpun geta fært samfélög í átt til auðsældar en samfélög verða jafnframt að sýna ábyrgð gagnvart umhverfi og náttúru, menningarlegum margbreytileika, velsæld allra einstaklinga, ekki bara fárra. Úr stefnuyfirlýsingu Evrópuárs sköpunar og nýsköpunar 9

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=