Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 14 Brottfall úr íslenskum framhaldsskólum er með mesta móti og á síðustu 20 árum hefur fjöldi þeirra sem verða öryrkjar vegna geðraskana margfaldast. 6 Veittum skömmtum geðlyfja hefur líka fjölgað til muna. Hér er ekki verið að einfalda flóknar orsakir geðsjúkdóma, véfengja áhrifamátt nýrra lyfja eða efast um margslungnar ástæður fyrir brottfalli úr skóla en í gegnum sköpun getur ein- staklingurinn öðlast aukinn viðnámsþrótt, skilning á sjálfum sér, möguleikum sínum og sérstöðu. Fyrr á öldum var einstaklingi mögu- legt að tileinka sér nær alla þekkingu á ákveðnu fræðasviði en slíkt er ekki lengur á færi nokkurs manns. Um allan heim glíma skólar og stjórnvöld við nýj- an heim þar sem upplýsingar og þekk- ing aukast að umfangi og vexti dag frá degi. Veldisvöxtur á ótal sviðum kallar á breytingar á menntun. Nemendur þurfa að læra að greina hismið frá kjarnanum. Þeir þurfa að læra í gegnum samtal og samvinnu því enginn einn einstaklingur getur haft á reiðum höndum alla þá þekkingu eða þann skilning sem þarf til að koma fram með nýja lausn eða ná lengra á tilteknu vísinda- eða fræðasviði. Sam- vinna er lykilatriði. En það er sköpun líka. Í gegnum sköpun hefur einstaklingur- inn möguleika á að finna og upplifa sjálfan sig sem geranda, konu eða karl, sem getur tekið afstöðu, þróað hugmyndir og leitað lausna. Bandarísk rannsókn 8 sýnir að fólk sem fæddist þegar fólksfjölgun var sem mest í kjölfar seinni heimstyrjaldar hafði á aldrinum 18–46 ára unnið á meira en ellefu vinnustöðum. Ef til vill skiptir fólk ekki svo oft um vinnu á Íslandi, enn sem komið er, en víst er að það er orðið mun sjaldgæfara en áður að fólk vinni á sama stað alla sína starfsævi. Mörg störf sem í dag þykja nauðsynleg eiga eftir að hverfa og bent er á að fjöldi þeirra starfa sem ungir nemendur munu vinna við þegar þeir ljúka skólagöngu sinni eigi eftir að verða til. Hvaða þekkingu, leikni og afstöðu þurfa þessir nemendur þá að hafa tileinkað sér? Eflaust þurfa þeir góða þekkingu í grunnfögum; í stærðfræði, íslensku, ensku og raungreinum. Þeir þurfa Sköpun er grunnþáttur mennskunnar. Hún þrífst í frjálsu, opnu og fjölbreytilegu samfélagi þar sem jafnrétti kynja og einstaklinga ríkir. Sköpun er kjarninn í listum og menningu, hönnun og nýsköpun, en allir eiga rétt á að nýta sér sköpunargáfu sína og það sem meira er; framtíð okkur veltur á því að sem flestir geti nýtt sér ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu. Úr stefnuyfirlýsingu Evrópuárs sköpunar og nýsköpunar 7

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=