Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 12 Með sköpun má ýta undir jafnrétti kynja eða annarra þjóðfélagshópa, stuðla að heilbrigðara lífi og hvetja til virkrar þátttöku í mótun samfélagsins. Stelpur og strákar fá ekki alltaf sömu tækifæri og sömu hvatningu til listiðkunar eða skap- andi starfa og kynjaslagsíðu gætir í mörgum skapandi greinum. Karlar fá gjarnan meiri viðurkenningu, tækifæri og völd en konurnar. Áhugi og val virðast líka litast af menningarbundnum hugmyndum um karlmennsku og kvenleika, stelpur eru líklegri til að velja listgreinar og strákar forritun, strákar spila frekar á trommur, stelpur stunda frekar listdans og þannig mætti lengi telja. Efnistök og nálgun í námi, leik og sköpun eða stemning og andi í teymi eða hóp geta líka markast af samsetningu hópsins þegar grannt er skoðað. Almennt ættu stelpur og strákar að vinna saman að skapandi verkefnum en til að vinna upp kynjahalla eða menn- ingarmun getur afmörkuð kennsla fyrir annað kynið eða valinn hóp stundum átt rétt á sér. Í skapandi skólastarfi er brýnt að festa ekki kynbundnar staðalímyndir í sessi, nýta þarf alla krafta og leitast við að tryggja að nám af öllu tagi höfði til beggja kynja. Sköpun, jafnrétti og lýðræði haldast í hendur. Með því að auka veg sköpunar í skólastarfi stuðlum við að fjölbreyttu og kraftmiklu skólastarfi og búum nem- endur undir að takast á við framtíð sem er óráðin og flókin en full af ókönnuðum og spennandi möguleikum. Við lærum mikið um tónlist, þurfum að semja lög og texta og láta allt ganga upp. Það eru ekki bara trommarinn eða söngvarinn í hverjum hóp sem ákveða hvernig þetta á að vera, heldur þurfum við allar að koma þessu saman í eitthvað sem öllum finnst flott. Maður lítur ekkert á þetta sem einhverja menntun, þetta er svo gaman – mér finnst nú reyndar ekkert leiðinlegt í skólanum! Okkur er leiðbeint við að spila á hljóðfæri og syngja í hljóðnema og við spáum mikið í sjálfsmyndina og hvaða stíll eigi best við okkur sjálfar. Okkur er líka sagt frá öðrum tónlistarkonum og ferlinum þeirra. Svo koma svona konur í heimsókn og segja okkur frá sinni reynslu. 12 ára stelpa í Reykjavík á sumarnámskeiðinu Stelpur rokka!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=