Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

Grunnþættir menntunar 11 AF HVERJU ER SKÖPUN MIKILVÆG? Við þurfum á skapandi hugsun að halda til að verða heilsteyptir einstaklingar og ráða fram úr hvers konar vanda á tímum umbreytinga. Við þurfum á listum og menningu að halda til að spegla okkur í, átta okkur á okkur sjálfum og skilja hvert annað betur. Með skapandi huga og aðferð að leiðarljósi er hægt að búa til fjölbreytt og kraftmikið samfélag þar sem greinar sem byggjast á hugverkum og framsæknar lausnir á öðrum sviðum verða þungamiðja í atvinnusköpun. Í sköpun liggur kraftur sem er ekki einungis afar þýðingarmikill fyrir einstaklinginn sjálfan heldur einnig samfélagið í heild. Þátttaka í sköpun og menningarstarfi er til þess fallin að styrkja félagslega innviði í hverju samfélagi. Frumkvöðullinn José Antonio Abreu þróaði í Venesúela tónlistarkerfið El Sis- tema sem miðar að því að sem flest börn og ungmenni læri að spila á hljóðfæri og að spila saman, óháð efnahag. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vonum. Hundruð þúsunda barna stunda tónlistarnám í Venesúela án þess að foreldrar þeirra eða þau sjálf þurfi að greiða fyrir það sérstaklega. Vísi að sambærilegu starfi má sjá í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Þessi tónlistarskólahreyfing og áhrif hennar á samfélag barna og fullorðinna hafa vakið heimsathygli. 2 Það sem varð til þess að ég fór af stað með verkefnið El Sistema var ekki bara áhugi minn á tónlist. Miklu frekar var það sú trú mín að sköpun og skilningur á listum geti í raun umbreytt manneskjunni sjálfri og um leið heilum samfélögum. Þegar börnin hafa upplifað gleðina og fegurðina í tónlistinni er búið að sá í huga þeirra fræi sem hefur afgerandi áhrif á það hvaða stefnu þau taka í sínu lífi. Vítahringur fátæktar getur rofnað þegar barn, sem er snautt af veraldlegum gæðum, fær aðgang að andlegu ríkidæmi. Tónlistin verður tæki til að jafna kjör og aðgengi að menntun, byggja upp sterka samfélagsþegna. Listin verður sameiningartákn okkar allra – ekki bara ríkra forréttindahópa. José Antonio Abreu, píanóleikari, hagfræðingur, stjórnmálamaður og menntafrömuður 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=