Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 10 væri hægt að samþætta öllum námsgreinum. Skapandi námsaðferðir fælu í sér sambland forvitni, greiningar, ímyndunarafls og gagnrýninnar hugsunar. En þótt allur þorri kennara teldi að allir gætu verið skapandi og að sköpunargáfa væri ekki sérstök náðargáfa, kom í ljós að einungis um helmingi kennara þótti sem sköpun gegndi þýðingarmiklu hlutverki í þeirra skóla. 4 Þetta hlýtur að vekja spurningar. Sköpun á greinilega mikinn hljómgrunn á meðal kennara en leikur ekki jafn þýð- ingarmikið hlutverk í skólastarfi og þeir vildu helst. Hvernig breytum við þessu? Í umræðum sem leiddu til þróunar á almennu menntakerfi á nítjándu öld kom til snarpra skoðanaskipta á þinginu um það hvort mögulegt væri að koma á almennri lestrarkennslu í Bretlandi. Nokkrir þingmenn stóðu upp og sögðu að sveitakrakkar og götubörn gætu ekki lært að lesa og skrifa. Og ef þau gætu það myndi það leiða til byltingar í samfélaginu. Sem það auðvitað gerði. Þar höfðu þeir rétt fyrir sér. Nú stöndum við í svipuðum sporum. Við segjum að við verðum að kenna nemendum meira en bara að lesa og reikna – við verðum að hjálpa nemendum að þróa með sér þá sérstöku og mikilvægu eiginleika sem allir búa yfir. Við teljum að sköpun og menning séu lyklar að frekari framförum. Nú heyrum við fólk halda því fram að þetta sé ekki hægt og við segjum á móti, það verður að gerast. Ken Robinson, prófessor og ráðgjafi um sköpun í skólastarfi 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=