Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar
Grunnþættir menntunar 9 ERU ALLIR SKAPANDI? Er frjó og skapandi hugsun fágætur og meðfæddur hæfileiki eða býr hún í okkur öllum svo að ekki þarf nema kalla hana fram, örva og efla? Er hægt að kenna fólki að vera skapandi? Sumir tengja sköpun við hugmyndir um snilligáfu og ein- staklinga sem sagan hefur hampað fyrir að gera einstakar uppgötvanir eða veita okkur nýja sýn, fólk sem sagt er hafa umbreytt heimsmyndinni. Þeir sem líta á skapandi hugsun frá þessum sjónarhóli telja jafnvel að til þess að vera skap- andi þurfi að synda á móti straumnum og að slíkt hljóti að stangast á við farsælt skólastarf. Aðrir tengja skapandi hugsun fyrst og fremst við listir og það sem kalla mætti skapandi starfsgreinar. Reyndin er hins vegar sú að skapandi hugur er bráðnauðsynlegur á sviði flestra greina sem fólk starfar við eða nemur. Tegundin maður hefði ekki komist af án hans og byggir tilveru sína á honum. Handverksfólk og iðnaðarmenn, listaspírur og vísindamenn, ferðamálafröm- uðir og fjármálaspekúlantar, ljósmæður, kennarar eða bændur; allir sem nota hugann á krefjandi hátt við verkefni sín geta verið skapandi. Allt þetta fólk tekst á við viðfangsefni þar sem unnt er að beita innsæi og ímyndun og taka jafnframt skref sem leiða út fyrir rammann og inn á svæði þar sem viðteknar venjur og hugmyndir eiga ekki lengur við. Eftirsóttir leikmenn í knattspyrnu eru skapandi. Þeir geta lesið leikinn af innsæi og notað ímyndunaraflið til að finna nýja fléttu jafnframt því sem þeir búa yfir mikilli tækni. Hversdaglegustu verk eins og að stafla saltfiski geta falið í sér sköpun þegar unnið er af áhuga og útsjónarsemi og fundnar nýjar leiðir til að bæta verkið. Sama máli gegnir um smákökubakstur eða matargerð og þannig mætti lengi telja. Þjálfa má fólk í skapandi hugsun og gagnrýnum vinnubrögðum og mikilvægt er að leggja þá áherslu í skólum landsins að sköpun gegni þar lykilhlutverki. Sköpun á að vera samtvinnuð öllu skólastarfi. Á Evrópuári sköpunar og nýsköpunar var gerð viðamikil rannsókn á við- horfum mörg þúsund kennara í 32 löndum Evrópu til sköpunar í skólum. Yfir- gnæfandi meirihluti kennaranna var þeirrar skoðunar að sköpun ætti að vera einn af grunnþáttum í menntun, að allir gætu verið skapandi og að skapandi starf 1
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=