Sköpun - Ritröð um grunnþætti menntunar

SKÖPUN 8 Í þessu riti eru reifaðar hugmyndir og sjónarhorn um sköpun almennt og ekki lagt sérstakt kapp á að fjalla um listir. Höfundar hafa hins vegar ríka sannfæringu fyrir mikilvægi lista og listnáms í heilbrigðu og skapandi samfélagi. Þessa þætti í samfélagi og skóla eiga kennarar að sjálfsögðu að nýta hvenær sem tækifæri gef- ast. 2 En krafan um sköpun í skólastarfi snertir fleira. Sköpun dafnar innan skól- anna þegar kennarinn er skapandi í sinni nálgun að uppeldi, námi og kennslu og skólastjórnendur gera sér ljóst mikilvægi sköpunar á öllum sviðum skólastarfsins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=