Skilaboð móttekin

7 fyrst og fremst Svarið við þessari spurningu er mjög mikils virði Svo mikils virði að á alþjóðavísu eru auglýsinga- og markaðsmál risastór atvinnugrein Milljónir einstaklinga starfa við það, um allan heim, að finna svarið við spurn- ingunni og búa til skilaboð til þín í formi auglýsinga og fjölmiðla Til að skilaboðin nái til þín þurfa þau að vera í réttum tóni, með réttum orðum, í réttum litum, með réttum táknum, á réttum stað og á réttum tíma Fjölmiðlar, rétt eins og auglýsingar, þurfa á því að halda að þú kaupir þá og lesir – þeir þurfa athygli þína og peninga Milljónir fyrirtækja þurfa sárlega á þér að halda – þau framleiða tugi milljóna vöru- tegunda sem allar eiga sér eitt markmið: Fjölmiðlar eru alveg jafn háðir þinni athygli – því sá sem hefur fyrir því að reka fjöl- miðil gerir það ekki bara upp á grín heldur til að ná athygli þinni, til að geta sýnt fram á vinsældir sínar, til að geta selt auglýsendum auglýsingapláss Sá sem stofnar fyrirtæki til að framleiða vöru gerir það heldur ekki til að varan geti fyllt hilluplássið í búðinni eða á lagernum Hann gerir það til að hagnast á því að selja þér vöruna Það er ekkert rangt við það Við köllum þetta viðskipti – og þau eru svo sannarlega stór þáttur í daglegu lífi En til að varan seljist þarf hún að uppfylla ýmis skilyrði Að verða þínar. „Jón Jónsson er 15 ára drengur á Íslandi Hann getur valið um vörur A, B, C og D Við erum að selja vöru B Hvernig getum við fengið hann til að velja hana?“ Þeir vilja vita af hverju – til að geta sannfært þig: • kaupandinn þarf að trúa því að hann þurfi á vörunni að halda • varan þarf að vera á hagstæðu verði • varan þarf að vera sýnileg, annaðhvort í verslun eða í auglýsingum (oftast hvort tveggja) • varan þarf að vera aðlaðandi • varan þarf að vera fáanleg LISTI YFIR SKILYRÐIN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=