Skilaboð móttekin

80 Verkefni Myndið 3–5 manna hópa og veljið einn miðil til að skoða og ræða nánar Hópurinn kynnir helstu niðurstöður sameiginlega með framsögn: Þegar við lesum fréttir í blaðinu á morgnana: • Hvaða tegund frétta fær mesta athygli? • Hvernig eru fréttir aðgreindar? • Hvaða aðferðir eru notaðar til að gefa sumum fréttum meira vægi en öðrum? • Hvernig er tónninn í fyrirsögnunum? Leiðir hann lesandann í ákveðna átt, með eða á móti því sem fréttin fjallar um? • Hver eru talin vera aðalatriðin í fréttunum og hvernig eru þessi aðalatriði dregin fram? • Hvaða auglýsingar eru áberandi? Þegar við skoðum glanstímaritið: • Hvernig er tónninn í tímaritinu annar en í dagblaðinu? • Hvernig eru auglýsingarnar öðruvísi en í dagblaðinu? • Hvernig eru auglýsingarnar ólíkar á milli tímarita? Þegar við skoðum fréttasíður á netinu : • Hvaða auglýsingar grípa fyrst augað? Stórar, litlar, blikkandi og æstar eða jarðbundnar og hófstilltar? • Hvaða fréttir eru mest lesnar? • Hvernig fréttir fá stærsta plássið og mestu athyglina? • Hvaða aðferðir notar netmiðillinn til að að greina fréttir og gefa þeim mismikla athygli og vægi? Þegar við skoðum vöruumbúðir, skreytingar og vörumerki: • Hvaða reglur virðast gilda um umbúðir utan um ólíkar vörur? • Hvernig er notkun á táknum, slagorðum og litum ólík eftir vörum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=