Skilaboð móttekin
3. hluti 79 Valdið er þitt Athygli er ákvörðun Árvekni er þjálfun Ef þú vilt halda áfram að sjá bara lítinn hluta sannleikans (þann sem liggur á yfirborð- inu) þá geturðu það En mundu að þá er auðveldara að ráðskast með þig og þínar tilfinn- ingar – þá ertu líklegri til að hlaupa og kaupa þegar auglýsingarnar segja þér að gera það Þetta er alltaf spurning um gulan bíl (GULUR BÍLL! GULUR BÍLL!) og að ákveða að taka eftir. Og núna, þegar þú hefur lesið þessa bók, hefurðu engar afsakanir lengur. Þá geturðu ekki kennt auglýsingunum um. Því núna áttu að vita betur Gangi þér vel að halda augunum opnum og eyrunum hreinum Það eru gulir bílar og bleikir fílar miklu víðar en þig grunar Farðu núna í lokin yfir bókina og þær auglýsingar sem við höfum skoðað og greint Sérðu meira? Skilurðu betur forsendurnar á bak við öll smáatriðin sem toga í þig? „Ég læt ekki segja mér ...“ Fyrstu orðin í þessari bók voru tekin úr ljóðinu Garnagaul efans: „ég læt segja mér …“ Ég treysti því innilega að þú skiljir, eftir lestur þessarar bókar og æfingar vetrarins, hvaða garnagaul ljóðskáldið er að tala um; að þú skiljir lokaorð ljóðsins enn betur núna en áður Ég treysti því að þú skiljir að alltaf, alla daga, er verið að„segja þér“ ótal ólíka hluti Og ég treysti því að þú viljir sleppa því að lifa lífinu eins og sauður í hjörð eða fiskur í torfu – að þú skiljir að þitt er valdið og að enginn getur sagt þér hvað þú átt að gera, hvað þú átt að kaupa og hverju þú átt að trúa Núna lætur þú ekki lengur segja þér Þú hlustar með hrein eyru og sérð með opin augu og skynjar með opnu hjarta og skilur með virkum heila Þú sérð gula bíla og bleika fíla og stundum rekstu á sauði eða fiska í torfu Og það er allt í besta lagi þótt þú fáir áfram milljón skilaboð á dag sem toga í þig og lokka þig og laumast að þér Það er allt í besta lagi … ... því þú lætur ekki lengur segja þér!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=