Skilaboð móttekin

78 Athygli er ákvörðun Nú hef ég upphafið auglýsingar mjög mikið; sagt að þær innihaldi mikla sköpunargleði og hugsun, að þær séu samtímaspegill og hafi mikla samfélagslega virkni og áhrif Það er alveg rétt Hinu má svo alls ekki gleyma, að þótt auglýsingar séu stundum fyndnar og skemmti- legar þá eru þær ekki skapaðar í þeim tilgangi Auglýsingar eru ekki (beinlínis) skapaðar til að skemmta eða koma fólki til hlæja Til hvers þá? Til að selja Auglýsingum er alltaf ætlað að selja þér eitthvað Selja þér vöru, hugmynd, viðhorf, afstöðu Alltaf Ekki bara stundum Alltaf Auglýsingu er alltaf ætlað að selja, sama hversu hógvær eða samfélagslega meðvituð hún er Mundu það Þetta gildir auðvitað um fleira en auglýsingar Allir sem ávarpa þig eru að beina til þín sínum viðhorfum – og reyna að hafa áhrif á þig, beint og óbeint Þú getur meira að segja notað þessa bók sem dæmi – hún miðlar tilteknum boðskap Söluvaran í þessari bók er boðskapurinn sem í henni er fólginn – og markmið bókarinnar er að fá þig til að vera meðvituð/meðvitaður um hvaða skilaboðum þú tekur mark á Ætlarðu að gleypa við öllu sem ég segi, gagnrýnislaust, eða ætlarðu að velta því sem ég segi fyrir þér og vera jafnvel stundum ósammála? Það er viðhorfið sem ég vonast til að þú takir með þér eftir vinnuna með þessa bók Dagbók/verkefni • Hvað hefurðu lært eftir lestur þessarar bókar? • Skrifaðu stutta ritgerð (1–2 bls.) um efnið. • Hvað er jákvætt og hvað er neikvætt við fjölmiðla? En auglýsingar? Rökstyddu. • Hvaða viðhorf hafa breyst hjá þér í vetur gagnvart þessum hliðum samfélagsins? Mundu: Auglýsingar eiga að selja. Og þær gera það margar, svo sannarlega. En þær geta aðeins selt þér það sem þú ert tilbúinn að kaupa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=