Skilaboð móttekin

3. hluti 77 Ein allra algengasta leiðin til að skapa kunnugleika er að nota vinsæla eða virta tónlist Margir af þekktustu lagahöfundum Ís- lands (og heimsins) hafa leyft auglýsendum að nota búta úr lögum sínum í auglýsingar Þetta er auðvitað umdeilt eins og annað En tilgangurinn er alltaf sá sami – að búa til tengingu á milli vörunnar og lagsins; að láta stemninguna í laginu smitast yfir á vöruna og verða þannig eins konar hluti af henni. Þessi leið er reyndar svo algeng að sérstakar reglur gilda um það hversu langa búta auglýsendur mega nota úr lögum listamanna án þess að spyrja um leyfi Og sumir auglýsendur fara óheiðarlega krókaleið að þessu með því að notast við tiltekin stef úr lögum en breyta þeim lítillega – til að þurfa ekki að borga Markmið auglýsingar er því alltaf að tengja sig þér, með einum eða öðrum hætti Eins og kunnugt er þá eru auglýsingar sjaldnast þannig uppbyggðar að þær sýni einfaldlega vöruna sem er til sölu Auglýsingar notast við mjög margar leiðir til að pota í þig og hér eru nokkrar þeirra: • að nota hliðstæður til að draga fram gæði vörunnar • að nota andstæður til að draga fram sérkenni vörunnar • að tengja vöruna við munninn (kynferðislegt) • að tengja vöruna við augun (persónulegt) • að tengja vöruna við gleði og húmor • að tengja vöru við annan hlut • að tengja hlut við heiminn sjálfan • að tengja hlut við persónu • að tengja hlut við frægan einstakling • að aðgreina vöruna frá öðrum vörum • að tengja hlut við munað • að tengja hlut við lífsnauðsyn • að tengja hlut við hefðir (hjónaband, traust, virðingu) • að segja eða gefa í skyn að allir eða mjög margir noti vöruna • að nota tölfræði til að sýna fram á gæði vörunnar eða vinsældir (stundum tölfræði sem er búið að setja upp í hagstæðar umbúðir) • að láta sérfræðing votta gæði vörunnar • að nota skoðanakannanir til að staðfesta vinsældir vörunnar Dagbók/umræður Hvernig myndir þú auglýsa þig í heilsíðu auglýsingu? Þitt slagorð? Þinn kynningartexti? Þinn sölutexti? Hvernig yrði myndin af þér? Letur- gerðin? Rýmið? Verðið? Verkefni Vinnið í hópum Skoðið netmiðla, sjónvarpsauglýsingar, dagblöð og tímarit og finnið auglýsingar sem notast við ofangreindar leiðir Ræðið hvaða áhrif þessar leiðir hafa á trúverðugleika eða áhrif auglýsinganna Er einhver aðferð sem virkar betur á ykkur en önnur? Verkefni Vinnið í hópum og notist við listann hér til hliðar Veljið eitt eða fleiri einkenni á auglýsingum og finnið fimm auglýsingar sem notast við það einkenni Finnið sjónvarpsauglýsingu þar sem notað er kunnuglegt tónlistar- stef Er þetta upprunalega lagið eða örlítið breytt útgáfa af því?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=