Skilaboð móttekin

74 Auglýsingar bjóða valkosti Þú gengur inn í verslun sem selur sófa „Hvernig sófa ertu að leita þér að?“ segir sölumaðurinn og þú svarar: „Tja, ég er nú bara að skoða.“ „Allt í lagi, ekkert mál. En ef þú værir að leita, hvernig sófa litist þér best á?“ „Bara svona venjulegan.“ „Leðursófa?“ „Nei nei, alls ekki leðursófa, ég er hrifnari af tausófum,“ svarar þú og þið ræðið málin í nokkurn tíma þangað til sölumaðurinn (góður sölumaður sem kann sitt fag) hefur fengið þig til að svara já/nei og svart/hvítt nokkrum sinnum: Leðursófi Tausófi Tveggja sæta Þriggja sæta Fimm sæta Heill sófi Samsettur sófi Tungusófi Rauður Blár Gulbrúnn Hvítur Svartur Grænn Röndóttur Köflóttur Án mynsturs Niðurstaðan er sú að án þess að beinlínis vilja það hef ég fengið sölumanninn til að skilgreina þörf mína Þörf sem ég vissi ekki einu sinni af sjálfur: Ég er svona maður sem væri alveg til í fimm sæta, rauðan og samsettan tausófa með engu mynstri. Ég er ekki að segja að sófasölumaðurinn sé vondur Ég er heldur ekki að segja að sölumaðurinn geti tekið ákvörðun fyrir okkur Þegar upp er staðið er hann bara að vinna vinnuna sína En hann getur haft mjög mikil áhrif með því að spyrja réttu spurninganna Rétt eins og auglýsingar Staðreyndin er sú að öll aðskildu skilaboðin í auglýsingunum kalla á viðbrögð innra með okkur Þetta gerist ósjálfrátt Þú ræður þessu öllu – en til þess þarftu að vera vakandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=