Skilaboð móttekin

3. hluti 71 Orðræðan skiptir öllu Ég er alls ekki að hvetja þig til að fara eftir óskráðu reglunum í einu og öllu Oft er hollt og gott að leyfa sér að endurskoða reglurnar vegna þess að sumar þeirra eru einfaldlega hálfgert bull og vitleysa eða gamall misskilningur En það er gott að vita af þeim og skilja hvað liggur á bak við þær – til að skilja betur af hverju fólk tjáir sig og hagar sér eins og það gerir Það eru því ekki aðeins fyrirtæki sem skipta um ham og sýna á sér ólíkar hliðar. Fólk skipar sér líka í hlutverk eftir aðstæðum. Foreldrar þínir sýna þér eina hliðina á sér, vinnufélögunum aðra og bestu vinum sínum þá þriðju Foreldrar þínir eiga sér visst samskiptamynstur við sína eigin foreldra – þeir hegða sér öðruvísi gagnvart þeim heldur en þér Þetta getur hljómað óheiðarlega en er það í rauninni alls ekki Þú gerir þetta líka upp að einhverju marki; að sýna af þér vissa hegðun gagnvart ákveðnum aðilum og aðra hegðun annars staðar Ég er til dæmis viss um að þú lætur fleira krassandi flakka í kringum vini þína og vinkonur en mömmu þína og pabba Að hluta til gerum við þetta vegna þess að við skynjum óbein skilaboð frá um- hverfinu – skilaboð um það hvað má gera og hvað má ekki gera, hvað má segja og hvað má ekki segja Að hluta til stafar þetta af ólíkum forsendum sem liggja á bak við sambönd okkar við fólk Við hlustum t d betur og nánar á þá sem standa okkur næst og við treystum; þá sem við eigum í trúnaðarsambandi við Einmitt þannig trúnaðarsam- band reyna fyrirtæki oft að skapa á milli sín og mögulegra viðskiptavina. Þau vita að ef trúnaðarsambandið er til staðar er salan og sannfæringin auðveldari. Verkefni Ræðið í 3–5 manna hópum um óskráðar reglur samfélagsins, hvaðan þær koma og hvort þær eiga rétt á sér eða ekki Getið þið komið auga á fleiri dæmi úr samfélaginu sem lúta sömu lögmálum og dæmið með sundskýl- una og nærbuxurnar? Endið verkefnið á sameiginlegri framsögn hópsins Flettið nokkrum dagblöðum og skoðið ólíkar tegundir auglýsinga Ræðið í 3–5 manna hópum Prófið svo að færa orðræðu og notkun á tungumálinu á milli auglýsinga Hvernig myndi texti úr leikinni útvarpsauglýsingu t d henta á umhverfisauglýsingu? Finnið auglýsingu í dagblaði sem beinist að yngri lesendum, t d á aldr- inum 14–20 ára Skoðið hvernig auglýsingin er uppbyggð Veltið því fyrir ykkur hverju þyrfti að breyta í auglýsingunni ef hún ætti að beinast að eldri markhópi, t d eldri borgurum á aldrinum 60–80 ára

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=