Skilaboð móttekin
3. hluti 69 Valdið er alltaf þitt, ákvörðunin er alltaf þín – þú ræður hvort þú kaupir eða ekki. Ég er því að senda þér tvöföld skilaboð með þessari bók Annars vegar segi ég: Fyrirtækin standa í harðri baráttu um peningana þína og nota öflugar auglýsingar sem hafa bein áhrif á þig Hins vegar segi ég: Valdið er alltaf þitt, ákvörðunin er alltaf þín – þú ræður hvort þú kaupir eða ekki. Það eina sem þú þarft að gera er að heyra skýrt og greinilega allt sem auglýsingar segja í raun og veru – áður en þú tekur ákvörðun um að kaupa eða kaupa ekki Þannig hefurðu valdið í þínum höndum Óskráðu reglurnar skipta máli Auglýsingar tala til þín, ávarpa þig með orðum, myndum, litum, rými og flæði, stundum með hljóðum og hreyfimyndum, blikki og poti Og rétt eins og í öllu öðru samhengi skiptir máli hvernig hlutirnir eru sagðir – hvaða búningi þeir klæðast „Svona segir maður ekki!“ Kannastu við að hafa heyrt þessa setningu? Hefurðu kannski fengið skammir fyrir að segja eitthvað (sem má ekki) í „röngum“ aðstæðum? Samfélagið er stútfullt af óskráðum reglum um hvað má segja og hvað má gera og hvað ekki í hinum og þessum aðstæðum Til dæmis þetta dæmi sem allir ættu að þekkja: Við spígsporum innan um annað fólk á sundskýlunni einni fata – en bara þegar við erum í sundi eða á ströndinni En að arka niður Laugaveginn í sundskýlu myndi flokkast sem argasti dónaskapur eða í besta falli stórfurðulegt Kannski myndi einhver hringja á lög- regluna Við myndum heldur aldrei ganga um á nærbuxunum í kringum annað fólk og heldur ekki fara í sund á nærbuxunum Það er alveg„bannað“
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=