Skilaboð móttekin

68 Verkefni Finndu auglýsingar sem snúast um sjálfsmynd lesandans eða reyna að hafa áhrif á hana Hvernig höfða auglýsingarnar til sjálfsmyndar þinnar? Með því að vísa í skort (hungur, orkuleysi eða annars konar þörf ) eða ímynd og félagslega stöðu („vertu töff og virtur“)? Höfða auglýsingar til þess að þú sért með tóman maga, tóman huga eða tómt hjarta? Skoðaðu t d timarit is, þar sem hægt er að sjá dagblöð mörg ár aftur í tímann Við viljum láta draumana rætast Við elskum uppfyllta drauma Það er erfiða hliðin á auglýsingabransanum Við viljum kaupa Við viljum eignast Auglýsingar lokka og bjóða og gera oftast mikið úr gildi vörunn- ar en lítið úr verðinu sem þú þarft að reiða af hendi fyrir hana Og umfram allt nota auglýsingar drauma og tilfinningar til að mýkja okkur gagnvart vörunni Draumarnir í auglýsingunum eru eins og bleikir fílar – þeir eru alltaf til staðar og það glittir í þá, en við náum samt á ótrúlegan hátt að leiða þá hjá okkur Auglýsingar valda því að mér finnst að ég verði að eignast vöruna – og í leiðinni segja þær mér að það sé ekkert mál fyrir mig að eignast hana: Aðeins kr. 990.–! Í dag! Á sérstöku tilboði! 75% afsláttur! Draumaverð! Komdu núna! Þú átt það skilið! Ekki missa af þessu einstaka tækifæri! Aðeins í dag! Um leið og auglýsingar snúast um að miðla tilteknum upplýsingum er hlutverk þeirra ekki síst að sannfæra þig um vissa lífssýn eða viðhorf – að þú þurfir ákveðnar vörur til að upplifa sanna hamingju og að þú eigir að hafa tiltekin viðhorf Og auglýsingin hefur náð takmarki sínu þegar hún fær þig til að staldra við og hugsa: „Þetta þarna dót hefur eitthvað með mig að gera. “ Til þess þarf að skapa ákveðið traust milli auglýsingar og lesanda Það er ekki nóg að hafa krassandi upplýsingar; tónninn þarf að vera réttur og hann þarf að höfða til lesandans Upplýsir auglýsingin mig um eitthvað? Sannfærir hún mig?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=