Skilaboð móttekin

5 fyrst og fremst FYRST OG FREMST Við erum ekki að tala um neina venjulega forvitni. Þeir vilja ólmir vita: • hvað þú færð þér í morgunmat • af hverju þú notar hnetusmjör frekar en smjör • af hverju þú velur morgunkorn frekar en brauð • af hverju þú velur eina tegund af morgunkorni fram yfir aðra • hvaða gosdrykk þú kaupir helst – og af hverju þú gerir það • hvort þú lest íþróttafréttir, viðskiptafréttir eða menningarumfjöllun • hvað þú munir kaupa í framtíðinni • hvort þú ætlir að mennta þig og í hverju • og svo framvegis og svo framvegis Kæri lesandi! Þú gegnir miklu mikilvægara hlutverki en þú hefur nokkurn tímann gert þér grein fyrir Milljónir einstaklinga, bæði hér á landi og erlendis, eru þessa stundina að hugsa um þig, hugsanir þínar og innra líf Þetta er engin lygi Ég gæti logið að þér ef ég vildi (slíkur er máttur orðsins) en þetta er engin lygi Samt er þetta ekki alveg sannleikurinn Ef þú heitir Jón Jónsson eða Sigríður Sigurðardóttir þá er líklega ekki alveg satt að milljónir einstaklinga um allan heim séu að hugsa um Jón og Sigríði þessa stundina Ekki bókstaflega Og þó Næstum því Er ég búinn að rugla þig nægilega í ríminu? Þá skal ég út- skýra málið örlítið betur Milljónir einstaklinga um allan heim vilja vita hver þú ert. Milljónir einstaklinga um allan heim hafa lifibrauð sitt af því að vita hver þú ert, hvað þér líkar, hvernig þér líður, hvar þig er að finna, hvað þú ert að skoða í blöðunum, hvaða heimasíður þú skoðar mest og hvenær, hvað þú stoppar lengi á hverri síðu, á hvaða tónlist þú hlustar, hvaða bíómyndir höfða til þín, hvað þú hefur mikla peninga á milli handanna, hver fatasmekkur þinn er, hvort þú laðast að strákum eða stelpum, að dökkhærðum, rauðhærðum, strýhærðum eða sköll- óttum manneskjum Þeir vilja vita allt um það hvað þú velur og hvað ekki – en fyrst og fremst vilja þeir vita af hverju þú tekur þær ákvarðanir sem þú tekur „Þú átt milljón ný skilaboð“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=