Skilaboð móttekin

3. hluti 67 „Ég ætla að fá eina svona rauðköflótta sjálfsmynd, takk“ Við notum verslun einnig til að púsla saman okkar eigin sjálfsmynd Þetta gildir um alla – bæði þá sem eru tækjaóðir og fatafrík og líka hina sem láta eins og þeim sé nákvæmlega sama um alla veraldlega hluti Við sköpum öll okkar eigin sjálfsmynd með hlutum sem við kaupum og hlutum sem við kaupum ekki. Hugsaðu um það þegar þú valdir þér föt í morgun Þú valdir bláu skyrtuna frekar en græna bolinn vegna þess að skyrtan passaði við það hvernig þér leið – hún passaði við stemninguna innra með þér Hún passaði líka við þau skilaboð sem þú vildir, beint eða óbeint, senda frá þér Við erum því alltaf að fást við eigin sjálfsmynd, hvernig við sjáum okkur og hvernig aðrir sjá okkur Að fara í klippingu, kaupa föt og fylgihluti er þess vegna stór hvati hjá sumum einstaklingum En það er ekki sama hvernig við gerum það Þar spilar sjálfstraustið inn í Þeir sem eru óöruggir og leitandi eru líklegri til að kaupa meira Þeir telja sig þurfa meira og auglýsingar eru því líklegri til að hafa meiri áhrif á þá Við sköpum öll okkar eigin sjálfsmynd – stundum leynt og stundum ljóst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=