Skilaboð móttekin

66 Að versla er að töfra Hefurðu hugsað um hvað felst í því að versla? Eða heldurðu að það að versla sé sáraeinfalt mál – bara þú að skreppa í búðina til að kaupa það sem þig vantar þann daginn? Sumar verslunarferðir eru nauðsynlegar og skynsamlegar, t.d. venjulegar ferðir í matvörubúðina. En jafnvel þær fela í sér skapandi hugsun og töfra Þegar foreldrar þínir versla í matinn eru þeir að hlusta á eigin líkama og langanir og jafnvel velta því fyrir sér hvað þig og systkini þín gæti langað að borða í kvöld Þeir rifja upp hvað er til í skáp- unum heima Þeir ímynda sér hvað þú munir vilja borða á morgun og jafnvel hinn daginn Hugsanastraumurinn er endalaus: „Ókei, við fáum okkur snarl í kvöld, núðlur og brauð, en á morgun setjum við góðan fisk og fínt grænmeti á grillið Kannski við bjóðum Jóni og Gunnu í mat? Eða mömmu og pabba? Og hvað með morgunmatinn? Vantar eitthvað í hann? Svo er að koma helgi og …“ Þannig fer mikil orka og skapandi hugsun í gang í hvert skipti sem við verslum Hugs- unin er nátengd tilfinningum okkar og líkamlegu ástandi og þess vegna hljómar heilræðið svona: „Verslaðu aldrei með tóman maga.“ Af hverju heldurðu að það sé? Vegna þess að ef ég fer svangur í matvörubúð er ég líklegri til að kaupa fínni, dýrari, sætari og óhollari mat Ef ég fer svangur að versla er það svengdin sem sér um að versla, en ekki skynsemin og raunveruleg þörf mín fyrir matvöru Sama lögmál ætti í raun að gilda með aðrar tegundir verslunarferða: „Verslaðu aldrei með tóman huga og órólegt hjarta.“ Af hverju? Vegna þess að ef ég fer í verslunarmiðstöðina þegar mér líður illa er líklegra að ég kaupi mér EITTHVAÐ til að láta mér líða betur – til að fylla í tóm hugans og róa órólegt hjartað Hefurðu einhvern tímann keypt þér eitthvað af því að þér leið illa? Súkkulaðistykki? Hamborgara? Föt? Tölvuleik? Þá veistu hvað ég meina Verslun er nátengd tilfinningum okkar og fyrir suma getur hún jafnvel verið uppáhalds- afþreyingin Þetta vita auglýsendur – og þess vegna höfða þeir svona mikið til drauma okkar Þeir vilja láta draumana rætast; þeir vilja fylla tómið í höfði okkar og slá á óróleikann í hjartanu Verkefni Skrifið um bestu og verstu kaup ykkar Látið fylgja sögunni í hvaða hugarástandi þið voruð Hafði hugarástandið áhrif á kaupin? Eitthvað annað, t d auglýsingar eða vinir? „Verslaðu aldrei með tóman huga og órólegt hjarta.“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=