Skilaboð móttekin

64 Auglýsingar eru alltaf að flýta sér Auglýsendur gera ekki ráð fyrir því að geta sest niður með þér í rólegheitunum og útskýrt í smáatriðum af hverju þú átt að kaupa vörurnar þeirra Tími þinn er takmarkaður – þess vegna verður auglýsingin að miðla skýrum skilaboðum, hratt og örugglega Það er dýrt að framleiða auglýsingar – þess vegna verða þær að vera hnitmiðaðar og skýrar Auglýsingaplássið er oft rándýrt – þess vegna verða auglýsingar að vita hvað þær eiga að segja Þær verða að nota sterk orð, myndir og tákn sem hafa áhrif á viðtakandann Allt þetta veldur því að auglýsingin rembist eins og rjúpan við staurinn. • Í fyrsta lagi verður hún að ná athygli þinni. • Í öðru lagi verður hún að halda henni á meðan þú horfir. • Í þriðja lagi þarf hún að koma fram með sterk rök sem sannfæra þig. Þess vegna skal engan undra þótt auglýsingar séu með ys og læti Þær vilja bara athygli, eins og allt annað í þessum heimi Þær þrífast á þinni athygli Þær mega engan tíma missa og öll þeirra tilvist er í húfi Auglýsingar eru spegill Við eigum í miklu tilfinningasambandi við eigið sjálf og sjálfsmynd okkar Sumir elska að horfa á sjálfan sig í spegli, aðrir vita ekkert verra en eigin sjálfsmynd En tilfinningalegu tengslin eru til staðar, alveg sama hvort sjálfsmynd okkar er góð eða slæm Í mjög mörgum auglýsingum er notast við myndir af manneskjum. Ætli það sé til- viljun? Varla Ætli það sé tilviljun að langflestar manneskjur í auglýsingum eru fallegar? (Meira að segja fallegri en þær eru í raun og veru, þegar myndvinnslusérfræðingar eru búnir að fjarlægja galla af húðinni, mjókka mittið, lengja leggina, hvítta tennurnar, stækka Verkefni Hvað kostar að auglýsa í fjölmiðlum? Skiptið miðlunum á milli ykkar og kannið eftirfarandi: • Hvað kostar að auglýsa? • Hvaða miðlar eru dýrastir? • Hvaða auglýsingapláss er dýrast og ódýrast? • Af hverju eru sumir auglýsingatímar í sjónvarpi og útvarpi dýrari en aðrir? • Hvaða tegundir auglýsinga birtast helst á dýrustu stöðunum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=