Skilaboð móttekin

62 Hvað gerist? Margar ólíkar röksemdafærslur takast á innra með okkur í því ferli þegar við skynjum aug- lýsingar: Þrá, skynsemi, fjárráð og álit annarra, svo fátt eitt sé nefnt Þannig nær auglýsingin að setja í gang keðjuverkun innra með áhorfandanum, eins konar borðtennis: 1 Áhorfandinn sér tilteknar upplýsingar 2 Hann meltir upplýsingarnar og hefur þar með nýjar forsendur 3 Því næst sér hann aðrar upplýsingar, meltir þær og forsendurnar breytast aftur 4 Svona gengur þetta áfram, lengi, lengi Kannski er það þess vegna sem auglýsingar virka svona vel Innan þeirra er áreitunum raðað í þannig röð að varnir okkar veikjast og við mýkjumst smám saman gagnvart vörunni sem er verið að auglýsa Svona getur tölvuauglýsingu verið stillt upp: Mest áberandi Falleg og glæsileg kona stendur og horfir dreymin út um stofuglugga Ég mýkist allur upp og tilfinningarnar flæða Hvað virkjast innra með mér? Kynhvötin – þetta er falleg kona Félagshvötin – ég væri til í að vera giftur svona konu Næst mest áberandi Stórt letur þar sem stendur 45% af- sláttur! Hjartslátturinn eykst, ég fæ vatn í munninn og svitna í lófunum Hvað virkjast innra með mér? Hagkvæmnin – ég er sko alveg til í að eignast flottan hlut fyrir brot af því sem „eðlilegt“ getur talist Græðgin – ég„græði“ á því að taka þessu tilboði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=