Skilaboð móttekin
3. hluti 59 Verkefni Finnið dæmi um auglýsingar þar sem frægir einstaklingar hafa verið fyrirsætur • Hvaða áhrif hefur þetta á ykkur sem lesanda? Hvaða markhópa er verið að stíla inn á? • Hvaða áhrif hefur þetta á ímynd vörunnar? • Takið þið frekar eftir auglýsingum með frægum einstaklingum? • Hafið þið keypt vöru vegna þess að hún tengdist frægum einstaklingi? Hópverkefni Gerið stóran lista yfir fræga einstaklinga, bæði íslenska og erlenda Vinnið saman í hóp og skráið: • hvaða vörutegundir hafa þessir einstaklingar auglýst? • hvaða vörutegundir gætu þessir einstaklingar auglýst og af hverju? • hvaða vörutegundir gætu þessir einstaklingar ekki auglýst og af hverju? • er munur á því hvers konar vörur frægir karlar og frægar konur auglýsa? • munið þið eftir því að frægur einstaklingur hafi misst auglýsingasamning vegna óæskilegrar hegðunar? Hópverkefni Veljið einn einstakling og hannið heilsíðuauglýsingu fyrir vöru Hvernig er ein- staklingnum stillt upp? Hvernig er slagorðið? Undirtextinn? Samhengið við vöruna? Inni eða úti? Mjúk eða hörð auglýsing? Töff eða væmin? Við hvern á hún að tala? Setjið auglýsinguna upp í tölvu ef aðstæður leyfa Auglýsingar gegna líka ótrúlega mörgum hlutverkum. Þær hafa skiljanlega visst upplýsingagildi – þær láta okkur vita hvað er í boði í veröldinni. Þær hafa afþreyingargildi – þær geta verið fyndnar, áhugaverðar og spennandi. Þær hafa sagnagildi – langflestar auglýsingar segja einhvers konar sögu. Auglýsingar hafa líka menntunar- og uppeldisgildi – þær eru stútfullar af orðum, myndum, táknum og vísunum sem við getum þjálfað okkur í að lesa En öll þessi jákvæðu gildi fara fyrir lítið ef auglýsingar hafa óæskileg áhrif á okkur, viðhorf okkar og samfélagið allt
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=