Skilaboð móttekin

58 Auglýsingar vilja frið Auglýsendur vilja helst miðla sínum boðskap í friði fyrir öðru áreiti. Þess vegna er stundum talað um að opnuauglýsing í dagblaði sé draumur auglýsandans Þannig getur hann tryggt að engar fréttir eða auglýsingar fyrir aðrar vörur trufli boðskapinn fyrir sína vöru Auglýsendur reyna gjarnan að skapa jákvæða tengingu á milli vöru sinnar og frægra einstaklinga Margir frægir íþróttamenn hafa t d megintekjur sínar af marg- þættum auglýsingasamningum við stórfyrirtæki Þessir samningar byggjast á þeirri staðreynd að milljónir einstaklinga út um allan heim líta upp til íþróttamanna og eru reiðubúnir að„herma eftir þeim“ með því að nota þær vörur sem þeir mæla með Ef íþróttamennirnir gerast hins vegar sekir um vafasama eða ólöglega hegðun verður tenging neytenda við vöruna neikvæð og í sumum tilfellum geta þeir misst auglýs- ingasamninga við stórfyrirtæki upp á tugi milljóna Það verður ekki tekið af auglýsingum að þær eru margar listilega vel gerðar Þær lúta öllum sömu lögmálum og hefðbundnar listgreinar, t d ljóðlist, myndlist, tónlist og kvikmyndagerð Að greina klassískt málverk og blaðaauglýsingu kallar að langflestu leyti á sömu vinnubrögð og svipaðan hugsunarhátt Það sama gildir um sjón- varpsauglýsingu og kvikmynd Í öllum þessum miðlum er notuð blanda af táknum, orðum, myndum og litum til að skapa yfirborð Undir þessu yfirborði er alltaf að finna merkingu – og þar liggja raunverulegu skilaboðin sem síast inn í okkur Hópverkefni Ræðið í hópum og bætið inn í hugar- kortið fleiri stöðum þar sem auglýsingar geta leynst Dagblöð / tímarit Útvarp Skilti á húsum „Þessi þáttur er í boði …“ @tölvupóstur Flettiskilti Sjónvarp Netið Hvar leynast skilaboð?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=