Skilaboð móttekin
3. hluti 57 Dagbók/umræður Skrifið ítarlegan lista yfir hlutina sem þið eigið. Flokkið þá niður: • Á hverju þurfið þið að halda í lífinu? • Hvað viljið þið eiga eða eignast í lífinu? • Á hverju hafið þið lítinn eða engan áhuga? • Hvað viljið þið alls ekki í lífinu? • Hvernig eignuðust þið þessa hluti? • Komust foreldrar ykkar af án þessara hluta? En afi og amma? • Hvaða fimm hluta vilduð þið síst vera án? Hvaða fimm hluti tækjuð þið helst með ykkur á eyðieyju? Umræður Hafið þið oft keypt dót sem þið notuðuð lítið eða ekkert? Kannski dót sem þið keyptuð af því að það var á sérstöku tilboði eða vegna þess að auglýsingin var svo flott? Ræðið í hópum Og núna, þegar þú ert á fáeinum árum að breytast úr barni í ungling og síðan í full- orðinn einstakling, stendur þú frammi fyrir þeirri stóru spurningu hvernig þú ætlar að lifa lífinu Hvernig ætlar þú til dæmis að verja þínum peningum? Hvernig verður þín forgangsröðun í lífinu? Lífið í fullorðinsheimi snýst að miklu leyti um að velja og hafna Velja að fá sér sjónvarp en ekki nýjan bíl Velja að fara oft á kaffihús en sjaldan út að borða Velja að nýta hvers- dagsfötin sín en kaupa frekar dýr spariföt Lífið er stútfullt af svona ákvörðunum Við eigum takmarkaða peninga – en fyrirtæki og auglýsingastofur bjóða okkur upp á óteljandi leiðir til að verja þessum peningum á degi hverjum Allir vita að í lífinu getur maður ekki fengið allt sem maður vill. Flestir vita líka að maður getur ekki keypt hamingjuna; að hamingjan birtist ekki þegar þú kaupir þér nýja fartölvu eða dýrari bíl. Samt erum við uppfull af löngunum – við sjáum flóð af nýju og flottu dóti og innra með okkur hreyfist sú þrá að eignast það allt Jafnvel þótt við vitum að við höfum ekki efni á því; jafnvel þótt við vitum, innst inni, að nýja dótið muni ekki gera okkur hamingjusöm Margir upplifa kvíða af þessum sökum Kvíða gagnvart því að geta ekki eignast allt sem hægt er að eignast Allt dótið sem sumir segja að allir verði að eignast!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=