Skilaboð móttekin
3. hluti 53 Eða kannastu ekki við að hafa séð auglýsingu þar sem banki er auglýstur með fallegum ljósmyndum úr íslenskri náttúru? Hvaða rökréttu tengingu er að finna á milli bankavið- skipta og íslenskrar náttúru? Hver er tengingin? Þetta er uppáhaldsleikurinn í auglýsingum: Að selja einn hlut með því að sýna eitthvað annað, t.d. hlut, fyrirbæri, jákvæða tölfræði, tákn, fallega manneskju eða frægan einstakling; eitthvað sem veldur okkur vellíðan og kallar fram í okkur jákvæðar tilfinningar. Segjum að búð á Laugaveginum vilji selja ilmvatn Fyrst velur búðin þau orð sem hún vill að þú fáir í eyrun og augun, þannig að þau rati inn í höfuðið á þér Svo bætir búðin við fylgihlutum, t d kvenmannslíkama (það er mjög vinsælt) eða blómum eða náttúru eða sólarströnd eða einhverju öðru sem er annaðhvort jákvætt eða spennandi Og ef búðin vill ganga alla leið í þessu þá notar hún eitthvað allt annað en mynd af ilmvatninu til að selja það Einfalda útgáfan er þessi: • Auglýsingar snúast um að selja hlut með því að nota eitthvað annað • Að nota hlut til að selja hlut • Að nota ímynd til að selja hlut • Að nota tilfinningar til að selja hlut, tilfinningar okkar sem tökum við auglýsingunni Og kannski er allra algengast að nota tilfinningarnar til að selja okkur hluti Af hverju? Vegna þess að það hefur mest áhrif Kannist þið við að heyra ákveðið lag eða finna ákveðna lykt og vera þá skyndilega komin á annan stað, t d komin í sumarfrí sem var sérlega skemmtilegt? Þá hellast sömu tilfinningar yfir ykkur og þegar á sumarfríinu stóð Auglýsendur reyna að kalla fram þessar minningar og tilfinningar, falskar eða sannar Sannleikurinn er ekki til. Það er alltaf afstaða á bak við upplýsingarnar. Ekki fyllast tortryggni og vænisýki eftir lestur þessarar bókar en ekki gleypa við neinu. Hættu því snöggvast að gleypa við upplýsingum Hættu því snöggvast, alveg, til frambúðar Verkefni Vinnið saman í hópum og finnið efni á netinu þar sem er fjallað um myndvinnsluforrit (t d Photoshop) og lagfæringar á tísku- og auglýs- ingaljósmyndum Skoðið ljósmyndir í blaðaauglýsingum og veltið því fyrir ykkur hvaða hlutar þeirra hafa verið lagfærðir
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=