Skilaboð móttekin
3. hluti 51 Allt sem þú lest er lygi (ha?) „Allt sem þú lest er lygi“ var einu sinni sungið í íslensku rokklagi og þar var höggvið ansi nálægt sannleikanum Allt sem þú lest er reyndar ekki lygi En allt sem þú lest er tilbún- ingur Allt sem þú lest er skapað, búið til, mótað Allt sem þú sérð í sjónvarpinu er skapað Allt það heljarmagn af upplýsingum sem þú berð augum á netinu er skapað af manneskjum af holdi og blóði – með einum eða öðrum hætti – búið til, útpælt, snurfusað, fótósjoppað, klippt og skorið Og oft ræður tilviljun ekki ferðinni heldur mjög meðvitaður leikur með sjónræna skynjun okkar Allir eru alltaf að móta, velja, hafna og skapa. Stundum meðvitað og stundum ekki – en það breytir því ekki að útkoman er alltaf að vissu leyti meðhöndluð útgáfa af sannleikanum. Bara við það eitt að segja frá og lýsa einhverju fyrir öðrum veljum við og höfnum staðreyndum, drögum sumar fram í dagsljósið en leyfum öðrum að dvelja í skugganum Sumir einstaklingar geta orðið mjög uppteknir af þessum hlutverkaleik og leikið hann á meðvitaðan hátt – en þeir eru ekkert mjög spennandi félagsskapur, því þeir sýna alltaf bara fallega yfirborðsmynd af sjálfum sér Þeir verða eins og mjög falleg auglýs- ing fyrir hlut sem við vitum ekki hver er – við fáum aldrei að kíkja inn í pakkann Svoleiðis viljum við auðvitað ekki lifa Við viljum vera hreinskiptin og blátt áfram við fólk í okkar lífi Og við viljum slíkt hið sama frá öðrum Það breytir því ekki að í allri tjáningu er falin sköpun – og allir geta fallið í þá gryfju að fegra sannleikann Til dæmis þegar við erum óörugg Eða þegar við erum hrædd við álit annarra Þetta getur gerst undir ýmsum kringumstæðum, sérstaklega þegar mikið er í húfi og eitthvað stendur okkur nærri Til dæmis þegar foreldrar eiga í hlut og þegar unglingur eignast kærasta eða kærustu Best væri auðvitað að þér þætti ekkert stórmál að eignast kærasta eða kærustu En stundum förum við að hafa áhyggjur af alls kyns skrýtnum hlutum í stað þess að treysta sjálfum okkur og öðrum Og þá förum við í svipaðan leik og auglýsingar gera Við undirbúum, plottum og plönum Við stýrum viðtökunum
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=