Skilaboð móttekin
50 Oft þarf ekki mikið til að koma hvötum okkar af stað Stundum þarf ekki annað en sterka tengingu við tilfinningar okkar Lyktarskynið er mjög sterkt og það getur t d verið afar erfitt að standast grillaðan hamborgara þegar maður hefur á annað borð fundið lyktina af honum Auglýsingar geta auðvitað ekki notast við lykt – en þær geta notað sterkar og fallegar myndir af mat sem kalla fram vatnið í munni okkar Kíktu bara á myndirnar í ljósaskiltum á skyndibitastöðum, þær eru óneitanlega mjög safaríkar Það er alþekkt að auglýsingar notist við myndir en þær geta líka notað hljóð með áhrifa- ríkum hætti Þau þurfa ekki endilega að vera girnileg í sjálfu sér en við höfum vanist því að tengja þau við ákveðna tegund af unaði Þetta gildir um skrjáf í nammipoka, hljóðið í poppmaís sem er að poppast, hljóðið þegar maður opnar gosdós, brakið í snakki og þannig mætti lengi telja. Dagbók/umræður • Hlustið á auglýsingatíma í sjónvarpi eða útvarpi með bekknum (hægt að nota netið til að hlusta). • Hlustið eftir ólíkum blæbrigðum í auglýsingum eftir því hvaða stöð þið hlustið á hverju sinni. • Hvað gerir auglýsingu áhrifaríka? Skráið athuganir ykkar og ræðið svo niðurstöður. Hverju tókuð þið eftir? • Hvernig tónlist er notuð í auglýsingum? Er hún ólík eftir því hvað er verið að auglýsa eða eftir því hver markhópurinn er? Verkefni Hugsið um þetta næst þegar þið hlustið á útvarp eða horfið á sjónvarp Hvernig eru hljóð notuð til að hafa áhrif á ykkur sem hlustendur eða áhorfendur? Hvers vegna er t d þungt og taktfast hljóð (ekki ósvipað hjartslætti) oft notað til að byggja upp spennu? Skiljið þið hvers vegna það er? Ræðið niðurstöðurnar í hópum Búið til hljóðauglýsingar fyrir: • grillkjöt • snakk • kvikmyndahús • veitingastað Auglýsingar koma munnvatninu af stað
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=