Skilaboð móttekin
48 Auglýsingar einfalda heiminn – til að selja Á venjulegum degi vilja margir kaupa eitthvað sem er flott! eða heitt! eða ódýrt! eða nýtt! eða best! eða vinsælt! eða töff! eða kynþokkafullt! Við viljum kaupa eitthvað sem er afger- andi og skýrt – frekar en eitthvað sem er dæmigert, jarðbundið og venjulegt Ástæðuna er að finna í þessu undarlega fyrirbæri sem við köllum undirmeðvitund og þeirri staðreynd að öll okkar tilvist er full af sterkum mannlegum hvötum sem hafa mikil áhrif á okkur Á slæmum degi erum við til í að kaupa ýmis konar skran til að láta okkur líða betur , á venjulegum degi erum við ansi ginnkeypt fyrir heillandi hlutum en á góðum degi erum við með augun opin og skynjum eigin vitleysu og rökleysu; skynjum þegar við færumst nær því að kaupa eitthvað sem okkur vantar alls ekki eða höfum ekki efni á Verkefnið er því alltaf að koma auga á eigin ástæður og skynja hvaða hvatir liggja að baki þegar við verslum. Erum við að kaupa af nauðsyn eða er eitthvað annað sem drífur okkur áfram, jafnvel gerviþörf? Rótgrónar staðalmyndir sem við erum vön að hafa fyrir augunum geta haft mikil áhrif á okkur og leitt okkur áfram Staðalmyndir eru fastmótaðar hugmyndir um tiltekna tegund Einfaldar staðalmyndir segja okkur að karlar séu sterkir en konur séu veikar, að unglingar séu skapstórir, að gamalt fólk sé íhaldssamt, að allir Kínverjar séu góðir í borðtennis, að stelpur vilji leika með dúkkur og svo framvegis Sú mynd sem birtist okkur af karlmennsku og kvenleika í auglýsingum byggist til að mynda mjög mikið á staðalmyndum Þar er karlmaðurinn sterkur, ákveðinn, dularfullur og með yfirráð og völd, á meðan konan er undirgefin, hlutlaus og veikburða Þú þarft ekki að skoða margar auglýsingar til að finna dæmi um þetta – til að sjá að þetta er hin dæmigerða leið fyrir auglýsingar til að birta kynin Þessi notkun á staðalmynd er ekki út í bláinn Á bak við notkun auglýsinga á staðalmyndum liggur ákveðin sálfræði og heimspeki – og einnig sú staðreynd að staðalmyndir hafa mikil og bein áhrif á áhorfendur Þær hjálpa til við að gera auglýsingar skýrar og beinskeyttar Hvort þessara merkja hæfir stelpu og hvort þeirra hæfir strák? Af hverju? Hvaða nefnd ákvað það og hvenær? Verkefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=