Skilaboð móttekin

46 Við komumst aldrei hjá auglýsingum og fjölmiðlum Eina leiðin til þess væri að grafa sig í jörð, fara til tunglsins eða gerast vitavörður með ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, ekkert net og engar dagblaðasendingar Við höfum einfaldlega ekkert val. Auglýsingar eru úti um allt. Auglýsendur hafa tekið upp á ótrúlegustu leiðum til að auglýsa vörur sínar – t d á ávöxtum, eggjum og handriði rúllustiga í verslunarmiðstöðvum Og hvað eigum við þá að gera í þessu? Loka alltaf augunum þegar við förum út úr húsi? Láta eins og ekkert sé? Þiggja endalaus skilaboð, gagn- rýnislaust? Nei Við eigum að taka valdið í okkar hendur Stilla okkur upp fyrir framan auglýsingar með gagnrýni að vopni Með augun opin Með eyrun nýþvegin Með nasavængi þanda Ein ágæt regla hljómar svona: „Ekki versla með tóman maga!“ Því þá erum við líklegri til að kaupa meiri og óhollari mat en við ætluðum Önnur regla verður sífellt þekktari og hún byggir á sömu lögmálum: „Ekki versla með tómt höfuð!“ Hvað þýðir þetta? Það þýðir að ef þú ferð hugsunarlaus og varnarlaus að versla ertu líklegri til að gera það óskynsamlega Þreyta, pirringur, hungur og eirðarleysi eru kjöraðstæður fyrir rangar ákvarðanir Alveg það sama gildir um auglýsingar og fjölmiðla: Ekki versla með tóman maga! Ekki versla með tómt höfuð! Ekki lesa blöðin með tómt höfuð! Ekki horfa á fréttir með tómt höfuð! Vertu með sjálfum þér í búðinni, fyrir framan auglýsinguna, fyrir framan skjáinn! Skráið hjá ykkur undarlega staði þar sem auglýsingar er að finna Hafa þessar auglýs- ingar haft áhrif á ykkur eða náð athygli ykkar frekar en aðrar? Ræðið í hópum Verkefni Ekki versla með tómt höfuð! Vertu með meðvitund! Heyrðu! Sjáðu! Skildu! AUGLÝSINGAR ERU ALLS STAÐAR 3. HLUTI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=