Skilaboð móttekin

44 Verkefni Safnið saman fyrirsögnum sem eru villandi og til þess gerðar að veiða athygli lesenda, bæði í blöðum og á netinu Hér eru nokkur nýleg dæmi: • Dikta fór yfir strikið • Hætta stafar af læknum • Eistum sleppt úr haldi • Fjórir látnir lausir eftir krufningu Ég veit að þú hefur nú þegar víkkað sjóndeildarhringinn meira en áður Ég veit að margt af því sem þú hefur lesið í þessari bók hingað til vissirðu fyrir, innst inni – og ég veit líka að þú átt auðvelt með að tileinka þér það að vera vakandi Framhaldið er einfalt Þú þarft að þjálfa þig, smátt og smátt, á hverjum degi Til að þjálfa þig er einfaldast að nota það sem er beint fyrir framan þig á hverjum degi: Fjölmiðla og auglýsingar Rétt eins og í öðru gildir þetta gullna lögmál: Verkefni Vinnið saman í pörum Finndu frétt fyrir hinn nemandann, annaðhvort á netinu eða í prentaðri útgáfu, og klipptu fyrirsögnina í burtu Hans verkefni er að búa til nokkrar nýjar fyrirsagnir, út frá efni fréttarinnar Búið til: • hlutlausa fyrirsögn • leiðandi fyrirsögn (sem dregur fram í sviðsljósið það sem ykkur finnst vera aðalatriðið) • villandi fyrirsögn (sem platar fólk til að smella eða lesa) Finndu hina hliðina Í stuttu máli þarftu alltaf að reikna með því að á öllum málum séu að minnsta kosti tvær hliðar Ef þú fellur í þá gryfju að lesa fjölmiðla með hálfum huga og án sannrar athygli og gagnrýni muntu fylla hausinn af mjög takmarkaðri útgáfu af sannleikanum Þessu getur enginn breytt. Nema þú. Iðkun er ákvörðun um að sjá meira en áður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=