Skilaboð móttekin
2. hluti 43 Almannatengsl eru stýrð samskipti – við þig Nú á dögum nota öll stærstu fyrirtæki landsins svokölluð almannatengslafyrirtæki en eins og nafnið gefur til kynna snýst starfsemi þeirra um tengslin við almenning Jákvæða hliðin á almannatengslum er sú að fyrirtæki vilja eiga vönduð samskipti við viðskiptavini sína, veita þeim greinar- góðar upplýsingar um vöruúrval og þjónustu og þar fram eftir götunum Allt er það af hinu góða En almannatengsl snúast líka um að hanna ímynd fyrirtækis- ins og gera það meira aðlaðandi og fallegra út á við Almanna- tengsl eru því nokkurs konar búningur – ekki beint dulargervi en samt sem áður spariútgáfa, eins og þegar þú ferð í veislu og klæðir þig í jakkaföt eða kjól og setur upp hárið eða hefur þig til. Til að halda jákvæðum tengslum við þig sýna fyrirtæki sínar bestu hliðar sem allra oftast, því þau þurfa lífsnauðsynlega á því að halda að þér líki vel við þau Um það snúast almannatengsl – að stýra samskiptunum við þig Þetta er gott að muna, alltaf þegar þú heyrir fréttaflutning- inn; ásýnd fyrirtækjanna sýnir þau alltaf í sparifötunum og með fallegasta brosið sitt Hópverkefni • Búið til vöru sem hópurinn vill selja • Skrifið a) leiðinlega og þurra fréttatilkynningu þar sem þó koma fram allar nauðsynlegar upplýsingar og b) spennandi og krassandi fréttatilkynningu um vöruna • Skrifið flott og grípandi slagorð fyrir vöruna og skrifið svo ömurlegt og hallærislegt slagorð • Berið þau saman og ræðið af hverju annað þeirra er flott en hitt ekki Paraverkefni Skrifið hnitmiðaða fréttatilkynningu fyrir: • nýjan og lífrænan orkudrykk fyrir unglinga • nýjan síma sem er líka fjarstýring fyrir sjónvörp og DVD-spilara • nýjan áfangastað á sólarströnd þar sem boðið er upp á sérferðir fyrir eldri borgara • námskeið fyrir foreldra sem eru að fást við erfiða unglinga • aðra vöru að eigin vali Dragið fram helstu kosti vörunnar og sjáið fyrir ykkur hverju frétta- maðurinn hefði mestan áhuga á – finnið leiðina til að vekja áhuga hans Að þessu loknu skulu þið skiptast á fréttatilkynningum við aðra nemendur og skrifa upp úr henni stutta frétt: Verið hlynnt vörunni og skrifið frétt sem endurspeglar það viðhorf Hvernig farið þið að? Verið andvíg vörunni og skrifið frétt sem endurspeglar það viðhorf Hvernig farið þið að?
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=